Færsluflokkur: Smáauglýsingar

Smáauglýsingar

Er með óstöðvandi munnræpu. Vantar faglega hjálp eða einhvern til að spjalla við! Einmanna fólk hafði samband í síma 333-3333. Ein málglöð.

Er að leyta að litlum og krúttaralegum sófa sem ég get grítt mér þegar ég kem pungsveittur heim úr vinnuni. Má vera sjúskaður ef hann er þægilegur. Nenni ekki að sækja hann, vil fá hann sendan, eftir klukkan 17:00, að Urðarstræti 1 Rvk.
Rónald.

Ung og spengileg kona óskar eftir að ráða sér fylgdarsvein. Hann þarf að vera með góða beinabyggingu og hraustlegur. Þarf að vera fyndinn, trúa á álfa, geta étið hárkarl án þess að blikna og vera skyldur Agli Ólafssyni.
Hægt er að hafa samband í síma 666-6666. Stína sæta.

Þarf að tæma fataskápinn minn! Hjá mér getur þú fundið allt milli himins og jarðar hvað varðar föt – frá dræsulegum diskógöllum til fágaðra kvöldkjóla. Þarf einnig að losa mig við geldan fress.
Aðeins áhugasamir hafi samband í síma 888-8888. Berta

Ef einhver á Fastir liðir eins og venjulega á VHS má sá hin sami senda mér eintak af því, er desperet! Hann Brúnó (hundurinn minn) fargaði mínu eina eintaki!
Hjálp! Ein desperet í síma 999-9999

Hef undir höndum sjaldgæfa útgáfu að 1.tölublaði Bleikt&Blátt. Í þessu blaði má sjá hina ýmsu þekta íslendinga í dag. Nefni engin nöfn. Vegna fjárskorts neyðist ég til að selja þessa gersemi. Áhugasamir hafi samband í síma 444-4444, ég mun gæta fyllsta trúnaðar.
Einn sem vill ekki láta nafn sins getið.

Ertu þú þreytt/ur á að vita ekki hvað þú átt að gefa þeim sem eiga gjörsamlega allt? Ef svo er hef ég það sem þú hefur leitað að en aldrei fundið – Vatns inniskó! Þú einfaldlega fyllir þá af vatni, ef þú vilt hafa þá ögn mjúka fyllir þú þá ekki alveg af vatni. Gefðu persónulga gjöf, þitt fólk á það skilið. Nánari upplýsingar í síma 111-1111
Olgeir.

Hefur þig ekki dreymt um að eignast Sítróen Bragga?
Núna er tækifærið! Er nýbúinn að standsetja einn slíkan árgerð 1980. Bíll í toppstandi með mjúktoppi og krómfelgum. Vetrardekk geta fylgt. Verð: Tilboð.
Hjörvar – braggablus(hjá)blus.is

Vegna þess hve heimilisfókið mitt er ragt við að éta slátur hef ég til sölu fimm keppi af lifrarpylsu og tvo kepppi af blóðmör. Selst ódýrt. Hægt er að hafa samband í síma 777-7777. Get sent út á land, er á Hofsósi
Inga Grens.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband