Færsluflokkur: Íþróttir
14.8.2008 | 12:54
,,þú skalt ekki gleðjast,,
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni (nema hann búi undir steini) að ólympíuleikarnir eru í fullum gangi. Þar er samankomin besta íþróttafólkið í heiminum sem öll keppast um sigur. Áberandi á þessum leikum er bandaríkjamaðurinn Michael Phelps sem sópar að sér gulli fyrir góðan árangur í sundi.
Þegar íþróttamenn hljóta sín verðlaun með þar til gerðri athöfn er gleði auðsjáaleg í andliti þeirra. En ekki allra...jafnvel þó þeir hreppi eitt af þremur efstu sætunum. Ég hef tekið eftir því að íþróttafólkið frá Asíu er ekki mikið fyrir að sína tilfinningar sínar á verðlaunapalli. Einstaka brosvipra stekkur fram en ekki meir.
Það er vitað mál að í þessum löndum er mikið lagt upp úr æfingum og allt í föstum skorðum. Íþróttafólkið er þjálfað myrkara á milli við mikinn aga - greinilega svo mikinn að það hefur enga afgangs orku til þess að fagna sínum árangri á stórmóti...eða jafnvel þora því kannski ekki.
Að vísu er það nauðsynlegt að hafa mikinn aga á hlutunum - en er heragi nauðsynlegur?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 15:36
Íþróttafréttamenn
Mér finnst það alltaf jafn merkilegt hvað þessi íþróttafréttamenn virðast alltaf vera með haug af íþróttafréttum ,,alltaf nóg af fréttum,, segja þeir en svo virðist oftast vera eitthvað langt í þær. Koma með fréttir af heimsmeistaramóti í Curly og í kappróðri og segja svo frá því að einhver knattspyrnumaður í 3 deild karla hafi tognað.....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)