Færsluflokkur: Spaugilegt
25.11.2010 | 22:29
Velvakandi 25.11.2010
Getur einhver sagt mér..
hvað krulluhærði presturinn í grafarvogskirkju heitir? Hann skuldar mér pening!
-Gulli
Skammist ykkar sem..
hendið út úr bifreiðum ykkar skíðlogandi og illa lyktandi eiturnöglunum ykkar! Það er nú meiri djöfulsins sóðaskapurinn sem fylgir þessari iðju og ég tala nú ekki um þau náttúruspjöll sem hljótast af þessu hirðuleysi í ykkur reykingamönnum! Fussum svei! já fussum svei! Reynið svo að hætta að reykja!
-Húsmóðir frá Suðaustur horninu.
Mandarínurnar í Bónus
...............eru þær ok ?
-kveðja, MandarínaLover
23.1.2010 | 15:50
Hvar er klósettið í þessu húsi?
Það er einfalt, þú gengur nokkur skref inn þennan gang þangað til þú sérð feita dverginn
með sekkjapípuna (passaðu þig að hrósa honum)
ferð svo til hægri hjá fjólubláa pottablóminu
sem lýtur út eins og Elvis (muna að klappa laufblöðunum nokkrum sinnum),
gengur örlítið lengra þangað til þú sér stiga. Við stigann er sorgmæddur fílsungi (ekki reyna að hughreysta hann - haltu bara áfram)
Þegar þú ert kominn upp þá sérðu í enda gangsins græna hurð, ekki fara þar inn, það er gildra og þú
munt líklegast deyja ef þú opnar hana. Farið inn um svörtu hurðina með eldingamerkinu á og voila! þú ert kominn inn á klósettið.
Svar: veistu......ég held bara í mér......
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 10:28
Tímavélin
Fékk sendan í ansi skemmtilega krækju í vinnunni, getur smellt HÉR til að ferðast aftur í tímann.
árið 1952, gott ár maður.....
(klikka til að stækka)
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 21:00
Kolefnisjafnað kynlíf!?!?!
Með eindæmum hvað auglýsingar geta verið hallærislegar! Gott dæmi eru þessar auglýsingar í samtalsformi. Dettur strax í hug þessi með hjónunum sem voru að endurnýja eldhúsið sitt - konan spyr ,,hvað kostaði þetta?!?,, og kallinn segir sposkur ,,eeekki meira en þú eyddir í London,,
Svo eru það gevalía auglýsingarnar sem toppa öll leiðindi og heimskulegheit... sú fyrsta sem ég heyrði : Ung stelpa vekur vinkonu sína sem var á djamminu kvöldið áður með rjúkandi heitum kaffibolla og einhverskonar bakkelsi....þunna vinkona segir ,,þú veist ég drekk ekki kaffi,, og vinkonan gefur sig ekki...sú þunna fær sér sopa af rjúkandi heitu gevalía daim kaffi og lifnar öll við og segir ,,förum í sund!,,
Hin gevalía auglýsingin er brandari útaf fyrir sig....nei, tek það til baka, hún er nákvæmlega ekkert fyndin!
Saklaus eiginmaður kemur elskunni sinni á óvart með blómum og ilmandi kaffi...konan heldur strax að hann hafi gert eitthvað af sér....og þá upp úr þurru, stynur kallinn upp úr sér ,,þú veist við stundum kolefnisjafnað kynlíf?, Djöfulan meinar maðurinn með því?!? spyr sá sem ekki veit....
Eníhú... hef þetta ekki lengra að sinni....