Lögregluembætti Kópavogs
28.10.2009
Kurrið frá kaffikönnunni, skrjáfið í morgunblaðinu og tikk frá klukkunni á austurvegginum voru þau einu hljóð sem heyrðust. Kormákur var mættur, sá fyrsti, að vanda. Þannig var það alltaf. Þar sem mikill niðurskurður er mönnun á vöktum. Vigfús, vaktbróðir var seinn eins og venjulega. Tíðindalaust var frá 8:00 til klukkan 10:30 þegar neyðarkall barst frá söluturni ekki langt frá stöðinni -
-eigandinn átti í útistöðum við viðskiptavin sem var alls ekki sáttur með að hafa ekki unnið krónu á lukkuskafmiðanum sem hann hafði keypt, sagði að þetta var ein stór svikamilla og að sá hundraðkall sem hann hafði ,,hent,, í þetta ómerkilega pappírssnifsi skildi vera greitt til baka að fullu. Vigfús kannaðist við þennan æsta viðskiptavin frá fyrri vitjunum i sínu starfi. Æsti viðskiptavinurinn var leiddur út í bíl og farið var með hann rakleiðis á Klepp. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi fengið téðar 100 kr. endurgreiddar.
Á leið til baka á stöðina barst tilkynning í talstöðinni, frá Reykjarvíkurlögreglu. Steingrár Land cruiser með einkanúmerið ,,FART,, væri á góðri siglingu á leið inn í Kópavoginn. Talið var að ökumaðurinn væri undir ástsjúkur og með algeru óráði. Hann virti að vettugi merki lögreglunar um að stöðva ökutækið. Kormákur, sem sat undir stýri þetta skipti, herti að sér beltið og bensínfóturinn varð þyngri. Það leið ekki langur tími uns þeir komu auga á bifreiðina. Ökumaðurinn varð svangur af allri þessari fantakeyrslu og ákvað að stöðva í lúgunni hjá KFC. Talið er að hann hafi pantað sér vel sveittan BBQ borgara. Ökumaðurinn var handsamaður og var ekið til stöðvarinn þar sem hann er enn. Þess má geta að borgarinn fór með.
Í miðju tuði vakthafandi lögreglumanna um hvort það væri of snemmt að fara að setja upp útiseríur barst útkall. Það var á 14. tímanum og kom frá skautahöllinni í Laugardalnum. Keppnissöm stúlka hafði í bræðiskasti skorið vinkonu sína í fótinn. Vigfús hafði meðferðis ,,stóra,, sjúkrakassann. Skurðurinn reyndist vera skráma og alger óþarfi að drösla þeim stóra með. Sú árásagjarna fékk tiltal frá foreldrum og Vigfúsi. - Fyrst vakthafandi lögreglumenn voru í Laugardalnum var 4 pylsum rennt niður með nýmjólk.
Þriðji vaktmaður bættist í hópinn á 18. tímanum. Barði Fúsa. Honum fylgdi ávalt þung vindlingastækja. Hans rútína var að tæma kaffið á könnunni og taka síðustu kleinuna. Hann er í afleysingum og engin metnaður. En ekki leið á löngu uns kom að næsta útkalli. Það hafi sést til ungra pilta í vesturbænum grýtandi Range Rover bifreið. Vigfús tók að sér málið. Klukkutíma seinna kom hann til baka með þær fregnir að annar af drengjunum hefði verið sonur sinn. Skömmustulegur fór hann og helti upp á meira kaffi.
Ekki voru fleiri útköll eftir þetta það sem eftir lifði af vaktinni.