Hvar er klósettið í þessu húsi?

 
 
 Það er einfalt, þú gengur nokkur skref inn þennan gang þangað til þú sérð feita dverginn
með sekkjapípuna (passaðu þig að hrósa honum)
 
ferð svo til hægri hjá fjólubláa pottablóminu
sem lýtur út eins og Elvis (muna að klappa laufblöðunum nokkrum sinnum),
 
gengur örlítið lengra þangað til þú sér stiga. Við stigann er sorgmæddur fílsungi (ekki reyna að hughreysta hann - haltu bara áfram) 
 
Þegar þú ert kominn upp þá sérðu í enda gangsins græna hurð, ekki fara þar inn, það er gildra og þú
munt líklegast deyja ef þú opnar hana. Farið inn um svörtu hurðina með eldingamerkinu á og voila! þú ert kominn inn á klósettið.
 
 
Svar:  veistu......ég held bara í mér...... 
 
 

Áflog


Stjórnlaus geitungur
flýgur upp í munn
á hrossi.
villist og tryllist.
 
stingur villt og galið
hrossið sárkvalið
hneggjar og skvettir sér
veit ekki hvað er að gerast.
 
Sá vængjaði þreytist og bíður,
þess að komast út. en það er um
seinann....verður undir jaxli. 
 
 

pollurinn


Ljósbrúnn ælupollur
skilinn eftir af ógæfusömum eiganda
á víðavangi.
 
drekkur í sig rigningu
og þynnist út
starrinn besrst um bestu
bitana
 
flugur sveima yfir
hræddar um að fá
ekki neitt.
 
Svo kemur frost
og enginn fær neitt.
 

Dáleidda dúfan


Dáleidda dúfan..
silast áfram á hálum ís.
hirðir hvorki um ketti né mýs.
Safnar forða og minglar.
við endurnar. 
 
Hugar að heimflugi
í Hegningarhúsið
þar á hún afdrep
á gluggasyllu
áskotnast einstaka sinnum
brauðmola
frá óreglufólki.
 
Léttfiðruð og tætt
hlúir að bæli sínu
getur ekki hætt
og byrjar því að nýju. 
 
 
 
 

//


Forseti vor
sást í grimmum
sleik
við frostpinna
í gær.
 
Sprungin ljósapera
endaði í ruslinu
ofan á
brauðsneið með
mysingi.
 
Harðsoðið egg
á súlustað.
linsoðið egg
heima.
 
Þyrstur róni
teigandi kardó
hjá kaupmanninum
á horninu
og klórar sér
í klofinu.
 
Hvað er klukkan?
spurði stóri vísirinn
þann litla. 
 

Lögregludagbók

22.11.2009
 
Laust fyrir miðnætti var tilkynnt um innbrot í Vinabæ. Tapsár bingóspilari átti harm að hefna og vild fá eitthvað fyrir sinn snúð og ákvað að stela öllum bingóspjöldunum sem voru til í húsinu. Haft var eftir þjófinum ,,ef ég vinn ekki neitt, þá fær enginn að vinna neitt!!,, Sá tapsári fékk tiltal og skilaði öllum spjöldunum aftur. Hann bað um að sér yrði skutlað niður í bæ.
 
Fólksbíll var stöðvaður vegna undarlegs aksturslags. Bílstjórinn reyndist vera simpansi. Eigandinn sat ölvaður í farþegasætinu og sagði til vegar. Lögreglumanni þótti þetta vítavert gáleysi og lét dýrið blása. Simpansinn var rétt undir leyfilegum mörkum. Farþeginn má búast við ökuleyfissviptingu.
 
Feiknar stór gasblaðra sást á flugi yfir miðbænum. Á eftir henni, á jörðu niðri, hljóp hópur ungmenna. Öll voru þau nakin. Yfirsig hneykslaður samborgari sá sig tilknúinn til að kynna þetta óssiðsamlega athæfi. Bíll var sendur í bæinn til að fylgjast með allt fær vel fram.
 
Laust eftir 3 barst útkall. Áflög brutust út á árlegum fundi kvennfélagsins Járnfrúin. Formaðurinn og ritarinn slógust eins og hundur og köttur. Erfitt var að ná þeim í sundur - slík var heiftin. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna þessi æsingurinn hófst en sáttasemjari náði að settla málin. Ritarinn fór af samkonunni með sprungna vör. Enginn hefur verið kærður.
 
Hollywoodleikarinn Brad Pitt varð fyrir áreit í miðbænum. Hópur aðdáenda hafði safnast í kring og allir vildu áritun. Pitt brást illur við og steytti hnefann og ruddist í gegnum þvöguna með þeim afleiðingum að einn æstur aðdáandi nefbrotnaði. Pitt fékk tiltal frá lögreglunni og lofaði að verða þægur það sem eftir lifði nætur.
 
 
 
 

Þ"ú#


Nakinn og sólbrunninn tómatur
pissaði á móti vindinum
og reykti pípu.
 
Boginn banani hugsaði
um staur.
öfund
 
Hálf étið bakkelsið
úldnaði í sólinni
maurarnir kjamsandi
á kleinu.
hunsa flugurnar.
 
Sturlað gamalmenni
hrækjandi á einiberjarunna
dansar ekki.
 
Hárlaus götusópur
sleikir gangstéttina
og étur óvart tyggjó.
 

ZQ3

 

Sköllóttur trúður með klamedíu
hljóp niður Hverfisgötuna
Með loðinn hamstur í farteskinu.
-ætli hann sé svangur?

 Hrukkan sem myndaðist á enninu
Fór í fílu við augabrúnina.
 Fiðraða hárið á ungabarninu
Var útatað í tyggjói
Mamman upptekin á kaffihúsi
Masandi í síma.

 Sjóveikur sjómaður
hjó höfuðið
Af kjaftfora þorskinum
,,hafðu þetta aumingin þinn,,
!
 Andfúlt sólblóm
hnerraði

Á býfluguna.


PX1

Húsfluga á heróíni flaug upp í nefið á mér barðist fyrir lífi sínu ég dauða hana nú tel. Gamla konan gekk yfir götuna með bananahíði í vinstri hönd dinglaði því frjálslega framan í mig sveiattann. Táningurinn í strætóinum sönglaði lag, búmmsjaggalagga búmm sló taktfast í sætið á móti rykið fór á flug. Löðrungaði sel í dag hann át hunangið mitt með hrökkbrauði. hann gerir það ekki aftur. í 700.skiptið! þú færð ekki nýra úr mér pabbi Náravolgur bjórinn rann ljúflega niður í lafmóða húsmóður. Páfinn prumpaði í messunni.

Lögregludagbók


Lögregluembætti Kópavogs
28.10.2009
 
Kurrið frá kaffikönnunni, skrjáfið í morgunblaðinu og tikk frá klukkunni á austurvegginum voru þau einu hljóð sem heyrðust. Kormákur var mættur, sá fyrsti, að vanda. Þannig var það alltaf. Þar sem mikill niðurskurður er mönnun á vöktum. Vigfús, vaktbróðir var seinn eins og venjulega. Tíðindalaust var frá 8:00 til klukkan 10:30 þegar neyðarkall barst frá söluturni ekki langt frá stöðinni -
 
-eigandinn átti í útistöðum við viðskiptavin sem var alls ekki sáttur með að hafa ekki unnið krónu á lukkuskafmiðanum sem hann hafði keypt, sagði að þetta var ein stór svikamilla og að sá hundraðkall sem hann hafði ,,hent,, í þetta ómerkilega pappírssnifsi skildi vera greitt til baka að fullu. Vigfús kannaðist við þennan æsta viðskiptavin frá fyrri vitjunum i sínu starfi. Æsti viðskiptavinurinn var leiddur út í bíl og farið var með hann rakleiðis á Klepp. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi fengið téðar 100 kr. endurgreiddar.
 
Á leið til baka á stöðina barst tilkynning í talstöðinni, frá Reykjarvíkurlögreglu. Steingrár Land cruiser með einkanúmerið  ,,FART,, væri á góðri siglingu á  leið inn í Kópavoginn. Talið var að ökumaðurinn væri undir ástsjúkur og með algeru óráði. Hann virti að vettugi merki lögreglunar um að stöðva ökutækið. Kormákur, sem sat undir stýri þetta skipti, herti að sér beltið og bensínfóturinn varð þyngri.  Það leið ekki langur tími uns þeir komu auga á bifreiðina. Ökumaðurinn varð svangur af allri þessari fantakeyrslu og ákvað að stöðva í lúgunni hjá KFC. Talið er að hann hafi pantað sér vel sveittan BBQ borgara. Ökumaðurinn var handsamaður og var ekið til stöðvarinn þar sem hann er enn. Þess má geta að borgarinn fór með.
 
Í miðju tuði vakthafandi lögreglumanna um hvort það væri of snemmt að fara að setja upp útiseríur barst útkall. Það var á 14. tímanum og kom frá skautahöllinni í Laugardalnum. Keppnissöm stúlka hafði í bræðiskasti skorið vinkonu sína í fótinn. Vigfús hafði meðferðis ,,stóra,, sjúkrakassann. Skurðurinn reyndist vera skráma og alger óþarfi að drösla þeim stóra með. Sú árásagjarna fékk tiltal frá foreldrum og Vigfúsi.   -  Fyrst vakthafandi lögreglumenn voru í Laugardalnum var 4 pylsum rennt niður með nýmjólk.
 
Þriðji vaktmaður bættist í hópinn á 18. tímanum. Barði Fúsa. Honum fylgdi ávalt þung vindlingastækja. Hans rútína var að tæma kaffið á könnunni og taka síðustu kleinuna. Hann er í afleysingum og engin metnaður. En ekki leið á löngu uns kom að næsta útkalli. Það hafi sést til ungra pilta í vesturbænum grýtandi Range Rover bifreið. Vigfús tók að sér málið. Klukkutíma seinna kom hann til baka með þær fregnir að annar af drengjunum hefði verið sonur sinn. Skömmustulegur fór hann og helti upp á meira kaffi.
 
Ekki voru fleiri útköll eftir þetta það sem eftir lifði af vaktinni. 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband