Lögregludagbók

Lögreglan í Þorlákshöfn

17.11.07

 Bræðslan byrjaði snemma þennan daginn, eða um 06:00 með sínum daun. Bíll númer 45 fór sína fyrstu eftirlits ferð um þorpið, enginn umferð og allt með kyrrum kjörum. Flækingsköttur sást í fjarska og talið er sá köttur hafi stolist inn um glugga og lagt sér til munns fisk sem var á eldhúsborði. Dýrafangari hefur verið settur í málið.

Klukkan 13:54 barst lögreglu símtal frá eldri konu sem hafði orðið vör við mannaferðir í garðinum sínum, fólk sem hún kannaðist ekki við. Bíll númer 45 fór í sitt annað útkall þennan dag. Kom það svo í ljós að nokkrir sauðdrukkin ungmenni höfðu gert sig heimkomin undir einum runnanum þar sem þau sváfu af sér áfengisvímuna. Stuggaði vakthafandi lögreglumaður við þeim og keyrði þeim heim til sín. Þynnkudraugur vitjaði þeirra sennilega.

Á 19 tíma barst lögreglu tilkynning um innbrot í lítinn bát sem rekið hafði upp í fjöru. Lögreglumaður furðaði sig á þessum fregnum því engin tilkynning hafði borist um bát sem hefði strandað. Bíll 12 var sendur á staðinn og kom þá í ljós að árabát hafði rekið upp í fjöruna og sælgætismola hefði verið rænt úr bátnum. Eigandinn, sem er 10 ára gat gefið góða lýsingu á ræningjanum. Málið er í rannsókn.

Klukkan 21:00 kom í hús Bóthildur Bragadóttir og var með sýnikennslu í bútasaum fyrir lögregluliðið. Engu var til sparað þegar kom að bakkelsi og voru á boðstólnum kökur, kleinur og ýmislegt annað góðgæti.  Mætingin var með eindæmum góð og er stefnt að gera þetta einu sinni á ári.

Lýkur dagbók lögreglunnar þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Bið að heilsa Bóthildi bútasaum

Guðríður Pétursdóttir, 17.11.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Vignir

Hún er eins og er ekki stödd á landinu en það er hægt að senda henni sms í síma 8888888 og grýta í hana eins og einni kveðju

Vignir, 17.11.2007 kl. 15:42

3 identicon

Gott ad heyra að bræðslan sé kominn í gang lyktin er svo dásamleg.

Brúsi (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband