Færsluflokkur: Lögregludagbók

Lögregludagbók

Lögreglan í Reykjavík

22.06.2010

 

Tveir ungir menn sástu í annarlegu ástandi fyrir utan Árbæjarsafn rétt eftir miðnætti. Vegfarandi sagði þá vera að dansa undarlegan dans upp við hlið safnsins með miklum tilþrifum. Bíll nr. 2 var sendur á vettvang en tvímenningarnir voru á bak og burt. Engin skemmdarverk voru unninn á safninu og telst málinu lokið.

Kl. 02:30 barst lögreglu tilkynning um bifreið sem keyrt hefði upp á blómaker á Laugaveginum.  Ökumaðurinn, sem var stelpa á tvítugsaldri bar því við að geitungur hefði flogið inn í bílinn og hefði ekki viljað fara út, sama hversu fallega hún hefði beðið hann. Bifreiðin var talsvert skemmd og var fjarlægð með kranabíl. Það fylgdi sögunni að geitungurinn hefði stungið ökumanninn í hásinina á hægri fæti sem hefði orsakað aukna inngjöf með fyrr greindum afleiðingum. Stúlkan má búast við fjársekt.

Hálftíma síðar hringdi síminn á stöðinni. Á hinum enda linunar var íbúi við Njálsgötu að kvarta undan sértrúarsöfnuði sem hafði aðsetur í íbúðinni fyrir ofan. Taldi íbúinn að verið væri að fórna dýri. Bíll var sendur á vettvang og kom í ljós að leikhópurinn ,,Í nafni ástarinnar,, var við æfingar á nýjum leikþætti sem þau ætla að sýna í Iðnó með haustinu. Lögreglumaður bað þau vinsamlegast um að lækka róminn og halda svo æfingum áfram.

Átök brutust út í N1 ártúnsbrekku þegar tvær konur á besta aldri ætluðu sér báðar að kaupa síðustu maltdósina sem til var í búðinni. Afgreiðslumaðurinn réð ekki við aðstæður og tilkynnti atvikið. Bíll var sendur á vettvang og leikurinn skakkaður. Hvorug kvennanna lagði fram kæru. Þess má geta að vakthafandi lögreglumaður keypti sjálfur síðustu dósina svo ekki yrði gert upp á milli.

 

 


Lögregludagbók

Lögreglan í Þorlákshöfn

03.02.2010

 Vaktaskiptin voru brösugleg í morgun. Flóki varðstjóri hafði sofnað á kontórnum og læsti að sér. Allir sem þekkja Flóka vita að hann sefur eins og steinn. Á endanum hafðist þó að fá hann til að vakna. Tautandi í bringuna fór hann beinustu leið heim - í fylgd bíls númer 2. Við vaktinni tóku Brjánn og Teitur.

Laust eftir 9 barst tilkynning frá Fagus um innbrot. Brjánn tók málið að sér og fór á vettvang. Í ljós kom að eitthvað af peningum var stolið, einnig talsvert af timbri. Innbrotsþjófurinn skildi eftir hálf reyktan vindling, sigti, hálfan íslenska fánann, ljóðabók, nælonsokk og zippokveikjara sem á stóð ,,viva la revolution,, Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Annað innbrot var tilkynnt klukkutíma síðar eða rúmlega 10 af umsjónarmanni félagsmiðstöðvarinnar Svítan. Engu hafði verið stolið en innbrotsþjófurinn hafði hægt sér í blómapott og drukkið úr þremur hálfs líters kóka kóla flöskum og borðað þrjú mars stykki. Engar öryggismyndavélar eru til staðar og lýsir lögregla eftir vitnum.

í hádeginu var flatbaka pöntuð frá sjoppunni og rennt niður með svalandi gosdrykk. Vaktmenn voru á sama máli um þetta hefði verið hinn besti biti.

Tíðindalaust var bróðurpart dags eða þangað til laust eftir 20:00 að tilkynning barst frá hafnarverði að nokkrir piltar væru að þenja vélfáka sína og reykspóla í hringi. Teitur fór að höfninni og veitti ungu drengjunum tiltal og sagði þá vera að sýna vítavert gáleysi með þessu háttalagi. Vélfákarnir voru gerðir upptækir. Að auki fengu drengirnir að þrífa lögreglubílinn í refsingu. Þeir lofuðu hátíðlega að þetta skyldu þeir aldrei aldrei aftur gera.

 Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 


Lögregludagbók

22.11.2009
 
Laust fyrir miðnætti var tilkynnt um innbrot í Vinabæ. Tapsár bingóspilari átti harm að hefna og vild fá eitthvað fyrir sinn snúð og ákvað að stela öllum bingóspjöldunum sem voru til í húsinu. Haft var eftir þjófinum ,,ef ég vinn ekki neitt, þá fær enginn að vinna neitt!!,, Sá tapsári fékk tiltal og skilaði öllum spjöldunum aftur. Hann bað um að sér yrði skutlað niður í bæ.
 
Fólksbíll var stöðvaður vegna undarlegs aksturslags. Bílstjórinn reyndist vera simpansi. Eigandinn sat ölvaður í farþegasætinu og sagði til vegar. Lögreglumanni þótti þetta vítavert gáleysi og lét dýrið blása. Simpansinn var rétt undir leyfilegum mörkum. Farþeginn má búast við ökuleyfissviptingu.
 
Feiknar stór gasblaðra sást á flugi yfir miðbænum. Á eftir henni, á jörðu niðri, hljóp hópur ungmenna. Öll voru þau nakin. Yfirsig hneykslaður samborgari sá sig tilknúinn til að kynna þetta óssiðsamlega athæfi. Bíll var sendur í bæinn til að fylgjast með allt fær vel fram.
 
Laust eftir 3 barst útkall. Áflög brutust út á árlegum fundi kvennfélagsins Járnfrúin. Formaðurinn og ritarinn slógust eins og hundur og köttur. Erfitt var að ná þeim í sundur - slík var heiftin. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna þessi æsingurinn hófst en sáttasemjari náði að settla málin. Ritarinn fór af samkonunni með sprungna vör. Enginn hefur verið kærður.
 
Hollywoodleikarinn Brad Pitt varð fyrir áreit í miðbænum. Hópur aðdáenda hafði safnast í kring og allir vildu áritun. Pitt brást illur við og steytti hnefann og ruddist í gegnum þvöguna með þeim afleiðingum að einn æstur aðdáandi nefbrotnaði. Pitt fékk tiltal frá lögreglunni og lofaði að verða þægur það sem eftir lifði nætur.
 
 
 
 

Lögregludagbók


Lögregluembætti Kópavogs
28.10.2009
 
Kurrið frá kaffikönnunni, skrjáfið í morgunblaðinu og tikk frá klukkunni á austurvegginum voru þau einu hljóð sem heyrðust. Kormákur var mættur, sá fyrsti, að vanda. Þannig var það alltaf. Þar sem mikill niðurskurður er mönnun á vöktum. Vigfús, vaktbróðir var seinn eins og venjulega. Tíðindalaust var frá 8:00 til klukkan 10:30 þegar neyðarkall barst frá söluturni ekki langt frá stöðinni -
 
-eigandinn átti í útistöðum við viðskiptavin sem var alls ekki sáttur með að hafa ekki unnið krónu á lukkuskafmiðanum sem hann hafði keypt, sagði að þetta var ein stór svikamilla og að sá hundraðkall sem hann hafði ,,hent,, í þetta ómerkilega pappírssnifsi skildi vera greitt til baka að fullu. Vigfús kannaðist við þennan æsta viðskiptavin frá fyrri vitjunum i sínu starfi. Æsti viðskiptavinurinn var leiddur út í bíl og farið var með hann rakleiðis á Klepp. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi fengið téðar 100 kr. endurgreiddar.
 
Á leið til baka á stöðina barst tilkynning í talstöðinni, frá Reykjarvíkurlögreglu. Steingrár Land cruiser með einkanúmerið  ,,FART,, væri á góðri siglingu á  leið inn í Kópavoginn. Talið var að ökumaðurinn væri undir ástsjúkur og með algeru óráði. Hann virti að vettugi merki lögreglunar um að stöðva ökutækið. Kormákur, sem sat undir stýri þetta skipti, herti að sér beltið og bensínfóturinn varð þyngri.  Það leið ekki langur tími uns þeir komu auga á bifreiðina. Ökumaðurinn varð svangur af allri þessari fantakeyrslu og ákvað að stöðva í lúgunni hjá KFC. Talið er að hann hafi pantað sér vel sveittan BBQ borgara. Ökumaðurinn var handsamaður og var ekið til stöðvarinn þar sem hann er enn. Þess má geta að borgarinn fór með.
 
Í miðju tuði vakthafandi lögreglumanna um hvort það væri of snemmt að fara að setja upp útiseríur barst útkall. Það var á 14. tímanum og kom frá skautahöllinni í Laugardalnum. Keppnissöm stúlka hafði í bræðiskasti skorið vinkonu sína í fótinn. Vigfús hafði meðferðis ,,stóra,, sjúkrakassann. Skurðurinn reyndist vera skráma og alger óþarfi að drösla þeim stóra með. Sú árásagjarna fékk tiltal frá foreldrum og Vigfúsi.   -  Fyrst vakthafandi lögreglumenn voru í Laugardalnum var 4 pylsum rennt niður með nýmjólk.
 
Þriðji vaktmaður bættist í hópinn á 18. tímanum. Barði Fúsa. Honum fylgdi ávalt þung vindlingastækja. Hans rútína var að tæma kaffið á könnunni og taka síðustu kleinuna. Hann er í afleysingum og engin metnaður. En ekki leið á löngu uns kom að næsta útkalli. Það hafi sést til ungra pilta í vesturbænum grýtandi Range Rover bifreið. Vigfús tók að sér málið. Klukkutíma seinna kom hann til baka með þær fregnir að annar af drengjunum hefði verið sonur sinn. Skömmustulegur fór hann og helti upp á meira kaffi.
 
Ekki voru fleiri útköll eftir þetta það sem eftir lifði af vaktinni. 
 
 
 
 

Lögregludagbók


Lögreglan í Vestmannaeyjum
16.04.2009
 
 
Vaktin byrjaði rólega. Vaktaskiptin voru klukkutíma seinn en venjulega, því undirritaður svaf yfir sig. Biðst velvirðingar á því. Ekkert kaffi var á könnunni þar sem það gleymdist að kaupa kaffið. Bjartur var heldur ekki búinn að fylla á sápuna inni á klósetti.
 
Klukkan 09.15 hringdi sími stöðvarinnar. Brotist var inn í skúr Hákons grásleppusala og þaðan stolið talsvert miklu magni af fiski. Hákon var mjög æstur þegar vakthafandi lögreglumaður kom á svæðið, talaði um að hann vissi upp á hár hver hefði komist í aflann sinn. Hákon vildi ólmur að húsleit yrði gerð hjá Magna breiða. Bíll nr. 2 renndi heim til Magna og fékk að leita á heimili hans. Ekkert fannst. Málið er í rannsókn.
 
Rólegt var alveg til klukkan 13:34, þegar neyðarkall barst frá Herjólfi. Um borð var sauðdrukkinn farþegi sem lét öllum illum látum, sagði að það væri mafíuósi um borð í bátinum sem ætlaði að drepa hann. Maðurinn tók engu tiltali og var færður í fangageymslu lögreglunnar þar sem hann sefur úr sér áfengisvímuna.
 
Hinir árlegu tónleikar lögreglukórs Vestmannaeyja var haldinn kl 16:00. Kór er kannski ekki rétta heitið yfir hópinn, skulum kalla það tríó, þar sem einungis 3 menn sjá um að halda uppi lög og reglu. Tónleikarnir tókust með eindæmum vel. Enginn aðgangseyrir var á viðburðinn.
 
Rétt fyrir kvöldmat fór bíll nr.1 í dósatýnsluferð. Fátt var um fína drætti þennan daginn, einungis 40 dósum var safnað. Eitthvað dregst utanlandsferðin góða. íbúar bæjarins hafa verið duglegir að koma með dósir á stöðina. Stefnan er tekin á tveggja vikna sólarlandaferð til Tyrklands.
 
Upp úr 21:00 barst lögreglu símtal frá  Ingveldi sem sagðist hafa séð engan annan en sjálfan Keikó á sundi í höfninni. Svo viss var hún á þessu að hún sór við gröf eiginmans síns. Lögreglumaður var sendur á staðinn - eins og við var að búast sást ekkert til Keikós. Ingveldur fékk tiltal um að vera ekki að sóa tíma lögreglunnar. Hún baðst innilegrar afsökunar.
 
Um miðnætti var bankað á dyr stöðvarinnar. Ingveldur stóð fyrir utan með fullan disk af pönnukökum. Hún var með svo mikið samviskubit yfir þessu símtali fyrr um kvöldið. Vakthafandi lögreglumaður þakkaði fyrir pönnsunar og bauð henni inni í kaffi.
 
Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn. 
 
 

Lögregludagbók

Lögreglan íBúðardal

09.01.2009

 

Morgunvaktinbyrjaði rólega, mjög rólega. Þrír á vakt. Skeggrætt var um hina og þessa hluti,menn með ýmsar skoðanir á hlutunum.  Pétur fisksali kíkti í kaffi og sagðiekki farir sína sléttar. Þrír unglingar höfðu tekið sig til og mígið utan íbúðina og einnig á afgreiðsluborðið. Pétur taldi um aðkomudrengi væri að ræðaþví hann hafði aldrei séð þá áður. Lögreglumaður fór með Pétri í búðina oghjálpaði honum að þrífa upp ósómann.

 Um hádegibarst neyðarkall frá nokkrum erlendum ferðamönnum, sem voru í fuglaskoðun. Þeirleigðu sér árabát af Ólafi ugga á slikk. í einni öldunni glötuðu þeir báðumárum og ráku rakleiðis út á haf. Björgunarbáturinn Áskell 2. var sendur eftirþeim. Varð þeim ekki meint af hrakningum sínum og þeim skilað í land.

Þar sem Ölvervarðstjóri átti fertugsafmæli var haldið kaffisamsæti á stöðinni. Öll helstuandlit þorpsins mættu og má þá nefna; Þorlák sundmaga, Þorgerði hábrók, Einarhund, Settu sett, Pétur fisksali, Mókoll og Úlfhildi. Pönnukökurnar voru lofsamaðarog einnig heimalagaða súkkulaðið hennar Ólínu grenz.

Tíðindalaust varþað sem eftir lifði dags. Klukkan 18:30 barst lögreglu símtal frá Þorlákisundmaga. Hann hafði fest vinstri höndina í mjólkurtanki og gat með engu mótilosað sig. Bíll númer 1 var sendur á staðinn. Vaselin var haft meðferðis - þaðdugði skammt. Beita þurfti klippum til að losa höndina. Tjón þetta er metið á 2milljónir. Heilsa Þorláks góð og höndin ósködduð.

Hálftíma síðarsprakk vinstra framhjólið á bíl númer 1. Bíllin var í eftirlitsferð um bæinn ogekki á miklum hraða. Mildi var að enginn slasaðist. Bíll númer 2 var sendur afstaðinn með varadekk og tók við rúntinum.

Fleira taldist ekkitil tíðinda þann daginn.


Lögregludagbók

Dagbók lögreglunar 12.11.2008

 Karlamaður tilkynnti um að nágranni sinn væri að stela póstinum sínum og opna hann, sagði að klámblöðin væru einungis fyrir sig sjálfan og engan annan. Hann bætti svo því við að hann væri til í að deila með honum áskriftinni. Vakthafandi lögreglumaður sagði hughreystandi orð og lagði á.

Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum að kjörbúð hefði verið rænd í nágreni við stöðina. Ræninginn hafði komist á brott með eitthvað af fjármunum. Afgreiðslumaðurinn skelkaður. Þjófurinn hefur greinilega ekki kunnað að lesa því hann hljóp beint inn á lögreglustöðin, haldandi að hann væri að fara í bankann. Ræninginn var gómaður og hann sendur beint í fangaklefa.

Sjúklegur hávaði bars frá bílskúr í bænum og kvartaði eldri kona sáran vegna þessa ástands, sagðist ekki geta einbeitt sér að handavinnunni. Krafðist þess að bíll yrði sendur á staðinn til að stilla til friðar. Talið það víst að um djöfladýrkendasamkomu væri að ræða - fyrr yrði hún ekki í ró.

Frægur einstaklingur sást kasta af sér þvagi í miðbænum. Ekki þótti vegfarenda hann sína gott fordæmi og kærði málið til lögreglu þar sem um þingmann var að ræða.

Furutrjáafélagið óskaði eftir styrk frá lögreglunni til kaupa á nýju furutré sem setja átti niður í grennd við Perluna. Beiðni synjað samstundis og félaginu bent á að leita annað.

Fílsungi festist í mastri á símstöð bæjarins og bað útibússtjórinn að hann yrði fjarlægður tafarlaust þar sem þetta hefði áhrif á símsamband sveitarinnar. Hann kvaðst sjálfur hafa reynt að losa fuglinn en dottið og rifið buxurnar sínar - bætti því við að hann ætlaði að rukka stöðina um nýjar brækur.

Kvenfélagið Vaska valkyrjan tilkynnti að stolið hefði verið úr sjóð félagsins og krafðist rannsóknar á málinu. Forstýran var stutt í spuna, hljómaði eins og teketill. Bíll númer 2 var sendur á staðinn.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 


Lögregludagbók

Lögreglan í Þorskafyrði

17.10.2008

 

Lögreglunni barst tilkynning 07:15. Gamall maður hafði staðið ungan dreng að því að teika bíl. Þetta þótti honum alveg til háborinnar skammar og krafðist þess að haft yrði upp á téðum dreng og lesið yfir honum pistillinn. Bætti hann svo við í lokinn að hann væri gall harður sjálfstæðismaður og að Davíð væri dýrlingur.

Tíðindalaust var til hádegis.  Tveir bílar rákust saman á plani stöðvarinnar. Um var að ræða aldraða konu í fólksbíl og ungan dreng á spánýjum sportbíl. Sú gamla þrætti fyrri að vera í órétti og brást illa við þegar lögreglumaður kom á staðinn. Ungi drengurinn hélt ró sinni og kveikti sér í rettu til að róa taugarnar. Sú gamla kvartaði undan brælunni og bað hann um að drepa í. Ungi maðurinn lét sem hann heyrði ekki bón gömlu konunnar og gerði í því að blása í átt að henni reyknum. Málalok urðu þau að tjónaskýrsla var gerð og reiðin rann af þeirri gömlu.

Tilkynning frá banka bæjarins barst klukkan 14:04. Bankastjórinn tilkynnti að sturlaður maður væri með óráði í bankanum, baðaði út örmum og þóttist vera belja - með tilheyrandi hljóðum og sóðaskap. Bíll númer 2 var sendur á staðinn, geðlæknir bæjarins var með í för.

Venni trillukarl datt útbyrðis frá báti sínum og féll í kaldan sjóinn. Til allrar hamingju var báturinn bundinn við bryggju og vel tókst að húkka hann upp á þurrt. Hrólfur í lönduninni stökk til og sótti heitt kaffi og bakkelsi. Venni var fljótur að ná sér og heilsast vel.

Gleðisveitin Káta geitinauglýsti á auglýsingatöflu bæjarins stórtónleika um kvöldið, einnig verður boðið upp á sviðahausa. Viðbúnaðarstig 3 var sett á í tilefni þessa atburðar. Játvarður Hekk var fenginn til að standa við dyrnar.

Klukkan 15:34 valt vöruflutningabíll út af veginum rétt fyrir utan bæjarmörkin. Rolla hljóp í veg fyrir bílinn með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjórn á bílnum. Farmurinn var 2 tonn af sviðahausum. - Kaldhæðni.......?

 Fleira var ekki skráð í dagbók lögreglunnar þennan dag.

 


Lögregludagbók

Lögreglaní Dalatanga

09.06.2008

 

Helgin var erilsöm í lögregluembættinu. Hin árlega hátíð smaladrengja var haldin í félagsheimilinu ,,Síðasti bærinn í dalnum,,. Áfengi var haft um hönd. Enginn annar en Snjólfur vitavörður sá um að trylla lýðinn með sinni alkunnu snilld. Veitingarnar voru í höndum Hallberu, húsfreyju á Botthólsstað. Hlaðborðið svignaði undan kræsingunum en eitthvað fór maturinn illa í gesti því laust eftir miðnætti brutust út slagsmál á dansgólfinu.  Trausti Þrekni rakst illa í Benna Trukk með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Benni Trukkur tjúllaðist og fór í gegnum þvöguna með hnefann á lofti og barði hvern þann semvar í veginum.  Báðir bílar sveitarinnar voru sendir á staðinn og tókst á endanum að stilla til friðar. Tveir gista nú fangageymslu lögreglunnar.

Klukkan 10:30 barst lögreglu símtal frá Snjólfi vitaverði. Hann var í stökustu vandræðum með tvær kríur sem létu hann ekki í friði og vanhelguðu vitann eins og hann orðaði það. Hann fór fram á það að annað hvort fengi hann leyfi til að farga þessum villifuglum eða að hreinsitæknir dalsins kæmi til að þrífa ósómann. Lögreglan bað hann vel að lifa, gaf það í skyn að þetta mál tilheyrði ekki þeim.

 

Rólegt var fram að hádegi eða til 13:25 þegar lögreglu barst símtal frá Gértu Brink,elsta íbúa umdæmisins. Hún gat ómögulega botnað í því hvernig hægri skórinn sinn hefði endað á vinstri fætinum og vildi fá spæjara til að komast að því hvernig svona gat farið. Vakthafandi lögreglumaður sagðist sjálfur ætla að koma á staðinn og komast að hinu sanna. Í ljós kom að skórinn var á réttum fæti.

 

Á leiðinni heim kom lögreglumaður auga á tvo menn svo voru eitthvað að vandræðast stutt frá veginum. Þetta reyndust vera farandsölumenn. Þeir höfðu misst kassa sem innihélt mikið magn af litlum marmarakúlum – sem höfðu dreifst í grasið. Tjáðu þeir lögreglumanni að mikil vermæti væru í þessu og mikilvægt að allar kúlurnar skiluðu sér aftur í kassann. Þar sem mikið var búið að vera að gera þennan daginn gast ekki tími til að aðstoða mennina.

 

Ljóðskáld umdæmisins staulaðist inn á stöðina um kaffileytið. Hafði hann undir höndum skinnrullu sem hann hafði skrifað á ljóð, sem hann tileinkaði varðstjóranum.Þar var á þessa leið:

 

Blessaður vert´ekki með þettakjaftæði!

Þú lætur mína frú í friði

Færð ekki að lasta meir

Því þá er mér að mæta!

Hafðu nú vit á því að hætta meðanþú getur!

 

Ljóðið fór illa í varðstjórann sem fann megna áfengisstækju frá vitum skáldsins – sem var sent rakleiðis aftur á sinn bæ.

 

 

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 

 


Lögregludagbók

Lögreglan á Eyrarbakka

09.04.2008

Hunangsfluga small á suðurglugga stöðvarinn með miklum dynki. Vakthafandi lögreglumaður hrökk upp að værum blundi og bölvaði flugunni. Jarðnesku leifar hennar voru dreifðar yfir gluggann. Dagurinn byrjaði mjög rólega. Klukkan 9 barst fyrsta útkall lögreglunnar. Fangi hafði sloppið af Litla hrauni og var á ,,afmælisfötunum,, einum saman. Bíll númer 2 var sendur af stað til að finna strokufangann. Hann fannst á vappi í grennd við elliheimili bæjarins kaldur og sár svangur.

Klukkan 11:05 þegar bíll númer1 var í sinni reglulegu eftirlitsferð um götur bæjarins sást til tveggja kvennanna bera út stærðarinnar sjónvarpstæki. Lögreglumanni fannst þær flóttalegar til augnanna og athugaði málið. Konurnar gátu ekki gert greini fyrir erindagjörðum sínum og voru færðar í járn og á stöðina.  Þeim var sleppt af yfirheyrslu lokinni og fengu þær áminningu og illt augnaráð. Lofuðu þær að gera þetta aldrei aftur.

Tíðindalaust var til klukkan 19:00 þegar lögreglu barst símtal frá samkomuhúsinu Stað. Kvenfélagið var að halda sitt árlega bingó og brutust út mikil láta þegar tveir bingóspilarar misheyrðu þegar lesið var upp Bjarni 15. Sá sem ekki fékk vinning varð ósáttu og sló til rétta vinningshafann, konu á sextugsaldri með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið. Vaskir bingóspilarar úr salnum yfirbuguðu manninn og héldu honum niður þangað til lögreglan kom á staðinn.

Klukkan 21:30 barst neyðarkall frá versluninni Merkistein. Viðskiptavinur hótaði afgreiðslumanni lífláti ef hann mundi ekki lækka verðið á bensíninu niður fyrir 100 kr. Bíll 2 var sendur á staðinn og fékk í lið með sér 3 fangaverði frá hrauninu. Viðskiptavinurinn var yfirbugaður og fluttur á stöðina í yfirheyrslu. Afgreiðslumanninum var boðin áfallahjálp sem hann þáði ekki.

Fleira taldist ekki til tíðinda þennan daginn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband