Smáauglýsingar

05.03.2010

Tveggja vetra meri til sölu (er ekki að tala um húsfrúna) Slettuskjótt og með eindæmum barngóð. Íhuga skipti á skellinöðru. Svar sendist á haltahrossid(hjá)hestur.is

Er á leiðinni í sniglaræktunarbransann og vantar viðskiptafélaga í lið með mér. Ég er búinn að kynna mér þetta mjög vel og tel að það sé markaður fyrir þetta á Íslandi. Ætla að einbeita mér að Risa Afríku sniglinum til að byrja með, þeir eru heppilegir til átu jafnt sem gæludýr. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga í síma 55-snail

Óska eftir einkaþjálfara til að vera með mér í ræktinni. Ég geri strangar kröfur til þín, mátt ekki reykja, ekki tala í farsíma á meðan æfingu stendur, ALLS ekki vera með jórturleður í trantinum, ekki hlusta á neina tónlist með ljótum textum, ekki stunda kynlíf kvöldinu áður, snyrtileg/ur til fara, verður að elska AHA og kunna að minnsta kosti 1 lag utanbókar, ekki fá þér í glas kvöldið fyrir æfingu, og ekki koma seint!  - Endilega vertu í bandi í síma solla(hjá)blaumkosti.is

Hef til sölu lítið ryðgaða Zetor 5711 dráttavél með einungis 25 vinnustundir að baki. Sannkallaður eðal gripur sem vert að líta á. Nýji eigandinn þarf að virða hreiðrið sem er á toppinum, Starri er búinn að koma sér vel fyrir og liggur á nokkrum eggjum. Ef þú hefur áhuga á hörku vinnugræju sendu mér þá línu. Svar merkist ,,sveita piltins draumur,,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef nýlega tekið upp sendingu af serútum og verð með þá til sölu í bás mínum í Kolaportinu um helgina. Serútarnir, sem eru allir nýjir og með tveggja ára verksmiðjuábyrgð, fást í svörtu og glæru og henta sérlega vel í allar tegundir. Verð: 1,250.- stk.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband