Lögregludagbók

 Lögregluembættið í Surtsey.

15.11.07

Ekki mikið um mannaferðir, frekar en fyrri daginn. Allt með kyrrum kjörum. Einstaka mávur drap niður fæti og skildi eftir sig drit, þakkaði ekki fyrir sig.  Bátur lögreglunnar var ekki í besta ásigkomulagi og var sífellt að drepa á sér, miðstöðin léleg. Vakthafandi lögreglumaður skalf eins og lauf í vindi við löggæslustörf. Varð ekki var við mannaferðir í eynni, enda ekki leyfilegt. Bölvaði hann vinnu sinni í sand og ösku.´

Klukkan 18:00 sigldi lítil trilla framhjá eynni, um borð virtist vera mikill gleðskapur og vín var haft um hönd. Þrír kvenmenn sáust hanga yfir borðstokkin í annarlegu ástandi. Ekki er vitað hvað þær drukkur mikið af áfengi, en talið er það hafi verið umtalsvert.

Klukkan 21:00 var vakthafandi lögreglumaður var við stjörnuhrap. Óskaði hann sér að fá nýja og betri vinnu.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

fokkin shnilld! vona að það gangi allt í haginn hjá söguhetjunni okkar :)

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Vignir

 Takk takk

Vignir, 15.11.2007 kl. 18:42

4 identicon

Næs að vera í löggunni í Surtsey. Eg þangað.

Brúsi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

oohh ég vona svo innilega að óskin hans rætist... keeping my fingers crossed

Guðríður Pétursdóttir, 15.11.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband