Sagan af einfaranum

 

Hann bjó í lítilli kjallaraíbúð á Grettisgötu. Íbúðin var ekki stór en nægði honum þokkalega. Á síðkvöldum tók hann gjarnan í spil og lagði kapal. Stundum bjó hann þá til. Krossgátur voru hans líf og yndi og var hann duglegur að semja slíkar og senda inn í morgunnblaðið. Fyrir það fékk hann smá aur sem hann lagði til hliðar - Hafði hugsað sér að fara í ferðalag, eitthvert út á land. Öldruð systir hans bjó Önundarfirði og var við hesta heilsu, var með nokkrar rolluskjátur sem voru með misjafnt holdafar.

Maðurinn sem um ræðir heitir Styrkár Pálsson, sjálfmenntaður smiður ókvæntur og barnlaus. Fáir komu í heimsókn en það snerti hann ekki, sætti sig við það og bar sig heldur ekki eftir félagsskap. Eignir hans voru sára litlar og datt honum ekki annað í hug en að gera erfðarskrá. Þegar hann mundi falla frá fengi Kleppur allt hans hafurtask, hvort sem þeim líkaði betur eða verr.

Á sínum yngri árum lenti hann gjarnan í slagsmálum á hinum ýmsu samkomum og var hann þekktur undir nafninu Grettir (vísun í Gretti sterka.)  Kvenfólkið lét hann alveg vera og var ekkert að bera sig honum.  Það gerðist svo haustið '54 að hann ákvað að kveðja átthaga sína og reyna fyrir sér í höfuðborginni, sem smiður. Hann fékk strax mikla vinnu og var eftirsóttur, var stundvís og vandaði vel til verks.

Það var einn örlagaríkan mánudag sem Styrkár var við vinnu í húsgrunni. Hann var að saga til planka með hjólsög. Skyndilega flaug fyrir hann dúfa og lenti á andliti hans. Varð honum svo kvekkt við að höndin fór í blaðið og skarst af við miðjan handlegginn. Í skyndi var hann fluttur á næsta sjúkrahús en ekki náðist að græða höndina aftur á. Hann lá á sjúkrahúsinu í 2 mánuði eða þangað til hann dó, völdum mikillar sýkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira svona. hann hlítur ad ganga aftur

Baader (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Vignir

Tjah, Hver veit. Kannski hef Styrkár ekki sagt sitt síðasta

Vignir, 19.10.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband