íslensk orð og útskýringar


Vegna þess að það er sunnudagur og ég hef nákvæmlega ekkert að gera ákvað ég að kíkja í íslensku orðabókina. Sorglegt, ég veit. Veit ekki hvort þið vissuð það suma skýrangar eru mjög fyndnar. Ætla ég nú að koma með nokkra punkta.

diskótek - skemmtistaður þar sem flutt er dansmúsík t.d af plötum.
bamlaður - kýttur af sjúkdómi eða elli
strípalingur -strípill, sá sem hleypur um strípaður eða fáklæddur
monningur - peningur
amfetamín - nautnalyf sem örvar starfsemi taugakerfisins
fárskona - kvenskass
heiðnyrðingur - kaldur norðanvindur í heiðskýru veðri
kynóður - óður af samræðisfýsn
mokkaður - ölvaður, kenndur
mongólismi sérstök teg. fávitaháttar sem birtist m.a. í því að sjúklingurinn líkist mongóla í útliti
ropi - loftstroka (með sérstöku fylgihljóði) sem kemur frá maga upp um munn
tríeggjaður - hvattur af metnaði
krem kex - kex samloka með kremi á milli,með dálitlum gulleitum blæ
sjúss - ákveðinn skammtur áfengis (sterkt vín þynnt með t.d sódavatni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband