Skrýtinn draumur


Mig dreymdi í nótt að ég væri skyndilega byrjaður aftur á skólabekk. Ekkert kannski merkilegt með það en ég sótti skólann í Vestmannaeyjum og þurfti þar af leiðandi að taka ferjuna Herjólf. Eitthvað var þetta skip öðruvísi því á undraverðan hátt, í einni ferðinni, náði ég að falla útbyrðis en samt náði ég að halda mér í bátinn. Einhver manneskja hló að mér en rétti mér hönd og ég komst aftur um borð.

Svo hætti mig að dreyma þetta og fór að dreyma eitthvað sem ég man ekki allveg, en svo var ég skyndilega kominn aftur um borð í Herjólf. Þá var skipið einnig eitthvað skrýtið því ég og Steini vorum rétt hjá stafni skipsins nálægt yfirborði sjávar eitthvað að spjalla, eins og ekkert væri að því að vera á þessum stað. Nema hvað...allt í einu fundum við að við lyftumst upp og ég leit til hægri og sá að skiptið væri komið langleiðina niður í sjóninn og var stafnið aðeins eftir að sökkva. Þar sem ég hef séð Titanic vissi ég að ef að við mundum ekki koma okkur sem lengst frá skipinu áður en það mundi sökkva mundum við sogast niður með því. Þá tók við heljarinnar sund og krafturinn var mjög mikill, þetta var allt saman mjög raunverulegt. Við náðum að komast frá skipinu og að landi. Þar sem þreytan bugaði mig.

Mikill viðbúnaður var í landi, Vestmanneyjum, og var einhver her kominn og búinn að setja upp aðstöðu. Við löbbuðum upp einhvern stiga og þurftum svo að kasta okkur fram af honum og lenda á rennblautu grasi. Þar byðu svo dráttavélar með heyvagna, sem var búið að merkja. Sýndist ég sjá konur og börn. Sá hins vegar engann vagn sem ég hefði geta komist fyrir í........

Og svo vaknaði ég...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá rugl draumur, varstu að horfa á Titanic nýlega?!?!

HerdíZ (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Vignir

Nei, ekki séð hana í langan tíma......en já, þetta var frekar mikið bull...

Vignir, 4.9.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband