Landsmótið

Eins og áður hefur komið fram þá var ég á landsmótinu í gær og komst ekki hjá því að heyra lýsingarnar á hrossunum sem voru að keppa. Ég ætla að leyfa mér að semja nokkrar kynningar.

Fyrstur til leiks er Blær frá Skarði. Hann er undan Mókolli frá Skúfslæk. Hann situr knapinn Gústaf. Hjónin hafa lagt mikla alúð í hrossaræktina. Blær fær alveg sérstakt fóður sem er sér innflutt frá Noregi. Finnskur timburhöggsmaður sér um járninguna. Þetta er glæsilegt tölt hjá blæ og fær hann 7.5 í einkunn.

Næstan til leiks kynnum við Sörla frá Núpi. Knapinn er hinn 16 ára bráðefnilegi Jafet Gunnlaugsson. Sörli er 9 vetra gæðingur undan Hryssingi frá Búakoti. Sörli hefur tvívegis unnið til verðlauna fyrir tölt og þykir hin mesti gæðingur. Dómarar hafa gert upp hug sinn og hlýtur Sörli einkunnina 7.0 sem er mikil vonbrigði fyrir félagana.

Fífill frá Tannastöðum sá við hér. Knapinn er Ylfa Ósk og er þetta í fyrsta skiptið sem þau keppa á landsmóti. Fífill er undan Gusti frá Læk og hér sjáum við hann á brokki. Falleg sjón. Dómarar stinga saman nefjum og gefa einkunnina 8 sem er glæsileg byrjun já þessum efnilega knapa.

Þá lýkur þessari umferð. Klukkan 17:00 munum við fá á svið engan annan en stórsöngvarann Meat loaf!    (hlátur W00t heyrist) neinei......smá spaug, en Raggi Bjarna mun koma og taka nokkur vel valin lög


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband