Jæja, nú hefur þú legið hér í 50 ár, nú er komið að mér!


Það er skömm að segja frá - síðan ég flutti á Stokkseyri hef ég bara einu sinni farið í kirkjugarðinn að leiðinu hjá ömmu og afa! - og það fyrir stuttu! Það er nú ekki eins og það sé langt fyrir mig að skreppa þangað þar sem ég bý næstum því við kirkjugarðinn!
 
Um daginn þá vorum við að ræða um það í vinnunni að það væri sett ný gröf á eldri eftir 50 ár. Í Danmörku væru þeir ekki eins þolinmóðir þar sem tíminn þar er 20 ár. Kannski ekki skrítið þar sem þeir hafa minna landssvæði til umráða. Er rétt að gera þetta? Eiga þeir sem eru fyrir ekki að fá hvíla í friði? þó svo að þeir séu hluti af jörðinni eftir þessi 50 ár.  En ætli ný gröf hafi verið sett yfir aðra hérna á Íslandi?
 
Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri gert.....
 
grave
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

og ekki ég...

Guðríður Pétursdóttir, 23.4.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Þetta vissi ég ekki. Maður skilur kannski að í fjölmennum löndum þurfi að bregðast svona við svo allt landið verði ekki einn stór kirkjugarður, en þetta er samt eflaust leiðinlegt fyrir aðstandendur.

Guðfinnur Þorvaldsson, 23.4.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Eftir 50 ár er leiðið farið til fjandans (ekki þó í bókstaflegri merkingu) Haldið þið að þið hugsið um leiði langömmu og afa þegar við foreldrarnir erum dauð? Að öllum líkindum ekki. Ekki hugsa ég neitt um leiði langömmu minnar. Öll merki um legstað hverfur. leiði fer í órækt og einn daginn er hreinsað til. Svona er lífið....og dauðinn...

skeleton sits up casket animated gif

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.4.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

eitthvað kannast ég við kistukarakterinn.. er þetta ekki Kate Moss?

Guðríður Pétursdóttir, 23.4.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband