,,ég seldi bílinn þinn amma.........,,

 

.....vegna þess að mig vantaði pening......

Já....í gær var ég vakinn klukkan 10:30. Á hinum enda línunnar var sölumaður frá Toyota og til að gera langa sögu stutta seldi ég bílinn minn! Hann var búinn að vera í söluskrá í nokkra mánuði, lá ekkert á að selja hann.....en núna á ég engan bíl! Fékk reyndar lánaðan bíl frá Toyota sem ég mér líkar mjög vel við og er að spá í að kaupa hann eða annan eins, bara ári yngri. Fullt af lífi hjá mér þessa dagana. Einnig bíður mín í vinnunni 32" Sony flatskjár sem ég fer með heim eftir vinnu í dag!

Vúhú!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Það er nú meira veldið á þér drengur! Hvernig sjálfrennireið er þetta sem þú ert að spá í? 

Guðfinnur Þorvaldsson, 19.1.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Vignir

Toyota corolla 2005 eða 2006...

Vignir, 19.1.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

monthani...

nei djók, til hamingju

Guðríður Pétursdóttir, 19.1.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hvar ertu eiginlega að vinna? Ég fer nú bara í mesta lagi heim með moggann og á góðum degi DV..

Brynja Hjaltadóttir, 19.1.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Vignir

ég er að vinna hjá góðu fyrirtæki (sem er reyndar ekki að gefa mér sjónvarpið sko..)

Vignir, 19.1.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég er svo hissa... hverskonar fyrirtæki er þetta nú eiginlega... sem tímir ekki að gefa þér flatskjá

Annars vil ég vita hvort sölumaðurinn keypti bílinn þinn eða hvort hann var bara að tilkynna að billinn þinn væri seldur... stór munur þarna á . Ekki ertu búin að vera á lánsbíl frá þeim allan tímann sem þinn er á sölu?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2008 kl. 17:46

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað sagði annars amma?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2008 kl. 17:47

8 Smámynd: Vignir

Jóna - bílasalinn keypti ekki bílinn minn ;) það var útlendingur sem keypti bílinn minn. Þessa helgi er ég á lánsbíl ;o). Amma er auðvita fox ill en persónulegi Trúbadorinn hann Helgi sagði henni til syndanna.

Vignir, 19.1.2008 kl. 19:28

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Til lukku með lífið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.1.2008 kl. 03:10

10 identicon

Vignir, ég hreinlega ELSKA að lesa bloggin þín sama hversu ómerkilegt umfjöllunar efnið er þá nærðu alltaf að gera skemmtilegt blogg!!!!

Þú ert góður penni get ég sagt þér

Eeenn ég á engan bíl og mér finnst það ömurlegt, mér líður eins og ég hafi ekki hendur

annalinda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Vignir

Takk fyrir Anna, gaman að fá svona hrós  

Vignir, 21.1.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband