Dagur í lífi stöðumælavarðar

 

Þessi dagur byrjaði eins og hver annar dagur. Klukkuómyndin gargaði á mig á síma tíma og venjulega eða klukkan 06:00. Mogginn small í rúðuna um hálf 7, gleymi alltaf að kvarta undan blaðberanum. Morgunverður var snæddur eins og vanalega. Ég fór í vinnuna.

Ekki óskaveður en ég lét mig hafa það. Fáir á ferli svona snemma. Ég stalst inn í bakarí og fékk mér nýbakað vínarbrauð og drakk með því lapþunnt kaffi. Nennti ekki að kvarta. Um 9 var traffíkin farin að aukast og fólk tilbúið að taka þá áhættu að hundsa stöðumælana. Þeir munu sjá eftir því, læt ekki svona svindlara sleppa á minni vakt.

Mitt fyrsta fórnarlamb var nýbónuð Range Rover bifreið. Ég sá leggjalanga dúfu stíga létt úr bílnum og hurðin lokaðist mjúklega á eftir henni. Hún starði á stöðumælinn hugsandi - ætti ég? ætti ég ekki? ég slepp örugglega....- Svo hvarf hún inn á snyrtistofu hinum megin við götuna. Vegna skemmtanagildis ákvað ég að bíða eftir að hún kæmi til baka úr yfirhalningu til þess eins að sjá viðbrögð hennar. Sem betur fer beið ég - þvílík öskur hef ég ekki heyrt í langan tíma. Hljóð hennar voru ekki ósvipuð hljóðinu frá tekatli þegar suðan kemur upp.

Um 17:00 fór að rigna all hressilega en hún beit ekki á mig bannsett. Föðurlandið yljaði mér vel. Róbert Weiner heilsaði mér er ég mætti honum á Laugarveginum - sagði mér að hann hefði dottið svo illa í hálku ofar á leiðinni að hann væri sárkvalin. Eftir samtal okkar skottaðist ég inn í 10-11 og keypti saltpoka, þann stærsta sem til var í búðinni. Úr þeim poka sáldraði ég saltinu á hálkubletti. Nokkrir vegfarendur klöppuðu mér á öxlina og þökkuðu mér fyrir, einn vegfarendanna gaukaði að mér piparköku. Til allrar hamingju var ég með g-mjólkurfernu í vasanum.

Fór svo heim úr vinnu klukkan 18:00 ánægður með dagsverkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snild frændi meira sona

ingo (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Er búin að láta yfirstjórn Morgunblaðsins..eða Árvakurs eins og það heitir víst vita af blaðberanum hryllilega...þetta verður í lagi strax á nýju ári

Brynja Hjaltadóttir, 31.12.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ææi þetta virkar sem alveg ógeðslega mikið krútt þessi kall.. langar að kynnast honum..

örugglega einhleypur gamall kall sem á enga ættingja, bara litla gullfiska kúlu með einum fisk í...

Guðríður Pétursdóttir, 2.1.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband