Lögregludagbók

Lögregluembættið í Fnjóskadal (Suður Þingeyjarsýslu)
12.11.07

Smá sama fer að lifna yfir bæjum sveitarinnar er bændur taka sig til og lýsa upp útihúsin. Undanfarin ár hefur það gengið stórslysalaust/án vandræða nema þann tólfta. Leppur Sig frá Stóru Stöng átti í stökustu vandræðum með 1000 ljósa seríu sem hann fékk á spottprís frá kóngsins köben þegar hann fór með frúnni í hina árlegu utanlandsferð. Hafi hann flækt sig svo illa í seríunni að beita þurfti rúningsklippum bæjarins til að losa hann úr hremmingunum. Leppur lét sér nægja aðventuljós þetta árið. Ekki fylgdi sögunn hvort ný sería verði keypt að ári.

Vakthafandi lögreglumaður gerði léttar jólahreingerningar á stöðinn og verðlaunaði sig með klementínum og jólaöli. Rólegt var fram að kaffitíma eða þegar síminn hringdi. Ingveldur frá Sátu var í basli með tvo sauðdrukkna bóksala sem vildu ekki fara út úr hennar bæ. Bíll númer 1 var sendur á staðinn til að verða við ósk húsfreyjunnar. Gekk vel að reka ódæðismennina úr kotinu.

Á leiðinni til baka á stöðina sá vakthafandi lögreglumaður mann í vegkantinum. Sá var í mikilli áfengismóki og gat ekki gert sig skiljanlega. Er hann nú sofandi en talið er að þetta sé presturinn sem leysa eigi af séra Engilbert á meðan hann heldur til Osló, í námsferð.

Það sem eftir lifði dags voru íbúar umdæmisins stilltir og prúðir eins og lömb og vakthafandi lögreglumaður náði að klára að stoppa í sokkanna sína sem eru nú eins og nýjir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta kemur manni ekki í jólafílinginn, þá gerir það ekkert

Brúsi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nákvæmlega það sem ég hugsaði... eða er ég bara að deyja úr jólastemningu að gjörsamlega ALLT verður jólalegt

Guðríður Pétursdóttir, 13.11.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband