Sagan af Gerði


Ég þekkti hana vel úr fjarlægð. Göngulagið. Þessa konu er ég búinn að þekkja lengi. Ef mér förlast ekki er hún enn hölt eftir ansi slæmt mýbit sem hún hlaut við heyskap sumarið 1978. Blót var henni í blóð borið og brúkaði hún munn við minnsta tækifæri svo verstu sjóurum blöskraði. Slíkur var orðaforðinn.

Henni var meinað að koma í guðhús sökum lítils atviks þar sem orð eins og – nei, þau verða ekki höfð eftir í þessari frásögn, svo svæsin vöru þau. Séra Hjörtur rak hana á dyr og bað guð að hjálpa henni um leið og hann kastað biblíunni á eftir henni. Sér Hjörtur gat ekki fyrirgefið sjálfum sér að hafa kastað guðsorði og hljóp eftir því og bað guð að fyrirgefa þessa gjörð.

Gerður heitir frúin sem um ræðir. Skörungur mikill og aldrei við karlmann kennd. Var til skamms tíma sjókona og var ey síðri verkamaður en vöðvabúnkt bæjarinns. Á verðbúðinni var hún jafnan með mesta drykkjuþolið og var iðin við kolann þegar kom að drykkjunni.

Er hún var 14 vetra herjaði á Sörlastaði (bæ foreldra hennar) kýlapest. Gerður slapp ekki við þann hvimleyða sjúkdóm og steyptist öll út í kýlum. Á undraverðan hátt náði hún bata og fyrra útliti, sem var ekki upp á marga fiska fyrir. Hún var oft kölluð nöfnum og má þá helst nefna skúfsnef, grýla, gylta og það sem henni þótti verst og fór mest í skapið á henni –arfasáta.

17 vetra fékk hún nóg af vistinni heima fyrir og gerðist kaupakona hjá færeyskum kúmen sala. Þar tórði hún ekki lengui, enda með ofnæmi fyrir téðu kryddi sem lýsti sér með svæsnum hnerrum og enn ljótari orðbragði. Brá hún þá á það ráð að yfirgefna þann færeyska og hélt af stað út í óvissuna.

Í 2 ár vann hún fyrir sér ýmist sem mjaltarkona, þó henni þætti það fyrir neðan sína virðingu, eða við heyskap á sumrin. Vel var látið af henni enda dugnaðarforkur þó ofrýnileg væri. Hún fékk að minnsta frið frá vinnumönnum, sem annars eltu hvern pilsfaldinn sem sást dinglandi.

20 vetra rak hún hægri stóru tánna svo harkalega í stein að hún fell um koll og rúllaði í marga hringi uns hún staðnæmdist á baggastæðu. Þar bylti hún sér og skrækti og er sagt að hún hafi hljómað eins og tófa. Táin gréri illa og komst síking í hana. Gerður hélt þá að dagar sínir væru taldir og vonaði að hún mundi ná góðum samningi við mannin með lykklana. Hún héllt alltaf upp á hann en kunni ekki vel við Guð.

21 vetra var táin groin og kynntist Gerður þá hlut sem hún kunni svo sannarlega að meta. Kaninn kallaði þetta radíó. Gerður ákvað hins vegar að kalla það glymskratta og er orðið komið frá henni. Stundum bölvaði hún bölvaða apparatinu þegar kaninn fór að muldra eitthvað sem hún skildi ekki. Skemmst er frá því að segja að tækið var ekki langlíft.

Nú verður gert hlé á frásögn
Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

MEIRA! MEIRA! MEIRA!
frásagnarhæfileikar höfundar koma hér glatt í ljós og vil ég þakka honum Vigni Ófeigssyni þessa litlu sögu sem kom manni í opna skjöldu og var mjög skemmtileg til lesningar.  Og HVENÆR kemur framhaldið?!! hehehe takk og bless GHG

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

færeyskum kúmen sala?

Guðríður Pétursdóttir, 15.10.2007 kl. 22:55

3 identicon

Algör snild Frændi

Ing (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Vignir

Guðrún - Takk Takk

Guðríður - Já, það getur allt gerst.....

Ingó -

Vignir, 16.10.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband