Aldur = virðing?


Frá því ég man eftir mér hefur því verið ýjað að mér að bera virðingu fyrir þeim sem eru fullorðnir og þeim sem eru gamlir. Það er bera virðingu fyrir einhverjum er gott og gilt.

Þeir öldnu eiga skilið að fá virðingu fyrir sitt starf yfir ævina. Eða hvað? Í mínu starfi afgreiði ég mikið af gömlu fólki. Bróður partur af því fólki er vingjarnlegt og skilningsríkt. Svo eru það svörtu sauðirnir, sem finnst tæknin vera orðin allt of mikil og flókin og býsnast yfir því við mig.

Held að margt af þessu fólki sé alls ekki tilbúið og hafi nokkurn áhuga á því á annað borð að læra á þessa nýju öld. Ég get bara ekki borðið virðingu fyrir fólki sem nennir ekki að tileinka sér nýja hluti og eru að rakka niður samfélagið sem við búum, segja að það hafi allt verið betra í denn.

Vissulega hafa margir eldriborgarar það ekki nógu gott á Íslandi í dag. Það er staðreynd. En ekki má gleyma að fullt af eldriborgurum lifir mjög góðu lífi með sínum ættingjum og líður ekki skort á neinu.

Ég get ekki annað en dáðst af fólki sem að kemur inn í búð, kannski gömul kona, og pantar hjá mér ADSL eða eitthvað og veit nákvæmlega hvað hún er að biðja um og hvernig hlutirnir gerast.

Annað óskylt mál....

Innflytjendur sem komnir eru til landsins í von um betri tíð. Þeir koma hér inn frá mörgum löndum. Flestum gengur þokkalega að aðlagast samfélaginu, þeir sem á annað borð ætla að dveljast hér til frambúðar. Svo eru þeir sem hingað koma og halda að þeir geti bara hagað sér eins og þeir vilja.

Þoli til dæmi ekki þegar útlendingur kemur og ætlar að biðja um að fá þjónustu. Talar ekki stakt orð í ensku og ætlast til þess að maður tali sitt tungumál! Hef oftar en einu sinni lent í svoleiðis dæmi og það er ekki skemmtilegt. Á undraverðan hátt komust við í gegnum pöntunina og hann fer heim til sín. 1 eða tveimur mánuðum kemur sami viðskiptavinurinn með símreikning sem hann skilur ekkert í og villoftast ekki greiða hann......Þá er eitthvað sem hann hefur ekki skilið en jánkað því samt eins og hann hafi náð því sem ég sagði við hann.

Finnst það algert lágmark að þeir sem ekki geta bjargað sér taki með sér túlk. Þetta er mín skoðun og langar mig að taka það fram að ég hef ekkert á móti útlendingum og innflytjendum hér á landi. Finnst bara að þeir eigi að hafa vit á því að bjarga sér, ég meina , aldrei mundi ég fara í verslun erlendis og ætlast til þess að sá sem að afgreiðir mig tali íslensku eða þurfi að reyna að skilja mitt frumstæða táknmál eða hvað leið sem ég kýs að tjá mig. Mundi ekki detta það í hug!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vignir minn! Ég þykist ekki vera gömul kona en þó á ég stundum í mesta basli við að halda í við tæknina. Ég skil því eldra fólk vel, sem jafnvel er 25-30 árum eldra en ég. Sýndu því þolinmæði og skilning.

Hinsvegar er ég hjartanlega sammála þér um útlendingamálin og er ég reyndar talsvert á sama máli og Frjálslyndir hvað þau mál varðar. Það gengur ekki nema að þetta fólk geti bjargað sér á einhverju skiljanlegu máli. Algert skilyrði að mínu mati. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.6.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Vignir

Ég sýni því þolinmæði, t.d finnst mér það frábært þegar gamalt fólk kemur inn í búð með gemsann sinn, heldur að hann sé eitthvað bilaður en þá kemur það í ljós að það er slökkt á honum :)

En ég fer ekki ofan af því að fólk sem er pirrað út í tæknina og sýnir henni enga viðrðingu og skilning/leggur sig ekki fram í að reyna að skilja eitthvað....., það fer í taugarnar á mér. Ekki þeir sem að vilja læra og eru opnir fyrir hlutum....

kannski kom það ekki nógu skýrt fram í pistlinum....

Vignir, 12.6.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband