Færsluflokkur: Lögregludagbók

Lögregludagbók 24.10.07

 

Lögreglan í Þórshöfn.

Dagurinn byrjaði með bölsótans látum. Á áttunda tíma barst lögreglu símtal frá dana. Hann talaði hratt og átti vakthafandi lögreglumaður erfitt með að greina mál hans. Náði á endanum að væri verið að bera út allt hans hafurtask meðan hann hefði verið bundinn inni í svefnherbergi. Þar sem bifreið lögreglunnar var í yfirhalningu á verkstæði var reiðhjól sveitarinn brúkað. Þegar lögreglumaður kom á staðinn var búið að tæma íbúðina og daninn froðufellandi af bræði. Ekki hefur spurst til ræningjana og þeir sennilega búnir að koma búslóðinni í gám sem er á leið til Danmerkur.

Tíðindalaust til hádegis. Vakthafandi lögreglumaður ónáðaður í hádegismat vegna hanaats á Sælingsstað. Lögreglumaður greip í reiðhjólið og kannaði aðstæður. Náði að skakka leikinn og þreif bóndinn upp ósamann.

 Það sem eftir lifði dags var allt með kyrrum kjörum eða til klukkan 20:00. Staulaðist inn á stöðina drag haltur gemlingur. Vakthafandi lögreglumaður þekkti markið og skilaði gemlingnum til eigandans, Ketils bónda í Sigð. Þakkaði bóndinn fyrir og bauð þrumara og kaffi.

Fleira telst ekki til tíðinda þann daginn.


Lögregludagbók

Lögreglan á Dalatanga

Föstudagurinn 24.12.2007

Lögreglustöðin ilmar af negul og mandarínu. Vakthafandi lögreglumenn Vaskur og Mjöll Sif nutu ilmandi kaffibolla yfir  léttu spjalli. Tíðindalaust var til klukkan 12:00 en þá hringdi inn Björn bóndi af Hryssingsstað, átti hann í stökustu vandræðum með stóð sitt og bað um aðstoð. Tiltækt lögreglulið var sent út, kalla þurfti á Hörð sem fljótur var á staðinn. Smölun gekk vel og heilsast hrossum vel.

Klukkan 18:00 var hringt inn á stöð, reyndist það vera maður sem hringdi í skakkt númer.

Það sem eftir lifði dags var rólegt.

 

 


Lögregludagbók

Lögreglan á Selfossi. Laugardagurinn 20.10.2007 Dagurinn byrjaði rólega. Eldriborgari sást á rölti með innkaupapoka. Ekki sást hvað var í honum. Talið er að innihaldið hafi verið pottur af mjólk, mör, smjér og pakki af Sæmundi, talið er víst að Sæmundi verði dýpt í mjólkina. Kl. 13:00 dró til tíðinda í verslunarkjarna bæjarinns. Ungur maður var gómaður við að hægja sér á gólfið fyrir framan ónefnda fataverslun, talið er víst að um ástríðuglæp hafi verið um að ræða því eigandi verslunarinnar hafði nýlega sagt skilið téðan mann. Var hann vistaður í fangageymslu stöðvarinnar og bíður þess að vera leystur út gegn tryggingu. Á 14 tíma barst lögreglunni símtal. Á hinum enda línunnar var heldri karlmaður og að spurja hvenar hann yrði sóttur til himna. Lögreglumaður á vakt var fenginn til að fara til hans til að athuga aðstæður. Maðurinn reyndist vera vistmaður á elliheimili og var honum gefin kalktafla og hvílir hann nú rótt í rekkju sinni sæll og glaður. 14:15 kom útigangsmaður inn á stöð lögreglunnar. Sá hafði dottið illa og þurfti á læknishjálp að halda. Var honum skutlað á bíl 1 beint á sjúkrahús bæjarinns. Að sögn vakthafandi læknis er líðan rónans góð og verður hann útskrifaður á morgunn. Ekki er vitað hver muni sækja hann af sjúkrahúsinu. Klukkan 15:10 hringdi inn kona á fimmtugsaldri og sagðist hafa sé unga drengi á sportbíl henda út um bílgluggan matarumbúðum. Þótti henni þetta argast dónaskapur, lét það fylgja sögunni að sjálf hefði hún farið út og lesið yfir drengjunum pistilinn og fengið þá til að þrífa ósómann. Þakkaði vakthafandi lögreglumaður vel unnin störf. Erilslaust var til klukkan 23:00 er starfsmaður hótels Selfoss tilkynnti um hópslagsmál á dansgólfi hótelsinns. Allt tiltækt lögreglulið var sent á staðinn til að skakka leikinn. Vel tókst til og voru 3 látnir sofa úr sér í fangageymslu stöðvarinnar. Enginn kæra barst. Þar sem lögreglan var stödd hjá vinsælasta skyndibitastað bæjarinns var snætt þar, pylsa með öllu og miklu sinnepi kók að drekka með því. Lögreglumaður gekk sómasemlega frá rusli sínu í þar til gert ílát. Fyrirmyndarhegðun og fær hann eitt prik. Fleira telst ekki til tíðinda að þessu sinni.

Lögregludagbók

Lögregludagbókin Lögreglan á Sauðárkróki. Laugardagurinn 5 maí. Allt með kyrrum kjörum. Útkall barst á 5 tíma, heldri kona átti í erfiðleikum með að hengja út þvott. Bíll 23 sinnti útkallinu. 17:55 – Síminn hringdi, móður karlmaður á fimmtugsaldri kvaðst hafa séð draug, fékk áfallhjálp í gegnum síma og telst málinu lokið. 20:00 – Bíll 13 stöðvaði umferð til að hleypa önd með 5 unga yfir fjölfarnasta veg bæjarinn, andamömmu og ungum heilsast vel. Tíðindalaust til klukkan 23:00 – Kona á þrítugsaldri hringir og segir son þjást af tölvusíki, neitaði að hlýða og slær til sín er hún reynir að tjónka við honum. Bíll 13 fór á vetfangi og róaði piltinn niður með kandísmola.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband