Adrift

 

Leigði mér þessa mynd á voddinu um daginn. Langaði alltaf að sjá hana en gleymdi henni. Fann hana svo fyrir tilviljun og leigði mér hana. Fyrir þá sem ekki vita er þessi mynd byggð á sannsögulegum atburði. Nokkrir vinir hittast eftir 5 ára aðskilnað og fara í siglingu á stórri skútu. Meðferðis er ungabarn.

Fólkið fer af stað og skemmtir sér konunglega. Móðir barnsins er hrifin af vatni sökum slys í æsku. Ferðafélagar hennar ákveða að henda sér í sjóinn til að kæla sig niður. Hún, barnið og fyrrverandi kærasti hennar eru eftir. Fyrrverandi grípur hana og heldur á henni og stekkur með hana í sjóinn.

Konan fór í lost og hreyfði sig ekki neitt. Æskuminningar komu fram en á endanum rankaði hún við sér og gerði sér grein fyrir því að barnið væri sofandi í skútunni. Fólkið buslaði í sjónum í dágóða stund og þegar það ætlaði að fara upp aftur komust þau að því að stiginn var uppi og enginn möguleiki á að ná í tak til að hífa sig upp aftur í skútuna.

Ég var ekki viss hvernig hægt væri að halda söguþræðinum við þessar aðstæður í langan tíma en það er ótrúlegt hvað gerist í þessari mynd. Ég mæli með að þú kíkir á þessa, kannski í kvöld eða eitthvað...

adrift-nw-poster
                                

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

kannski á morgun

Guðríður Pétursdóttir, 11.7.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

tékka á þessari

Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband