Hvar ertu hlíf?


Hnuss.....ég segi nú ekki farir mínar sléttar frá gærdeginum..onei...Þar sem bíllinn minn var skítugri en samviska Haarde ákvað ég að tríta hann með því að þvo hann. Eftir vinnu þá fór ég með hann í kópavoginn þar sem Löður er með sjálfvirka þvottastöð. Stöðin er ekki með kústum heldur eru bara háþrýstidælur sem sá um þrifin. Glaður straujaði ég kortið fyrir 2100 kr, settist svo inn í bílinn og ók inn í stöðina. (já, maður á að vera í bílnum þegar hann er þveginn)
 
Þegar ég keyrði inn í stöðina og stöðvaði bílinn þegar þar til gera ljósið logaði fann ég strax sterka lykt sem kom inn í bílinn. Smá tími leið og loks hófst þvotturinn. Allt fór vel af stað og ég sáttur - hlustandi á útvarpið í góðum gír. Þvotturinn kláraðist og þurrkarinn sá um að þurrka bílinn eftir baðið. Semísáttur með þviottinn keyrði ég út. Fyrir einhverja rælni ákvað ég að stoppa í bílastæði og labba einn hring - og þá sá ég það...........
 
Haldiði ekki að helv"#$"#% vélin hafði hreinlega smúlað burt hlífinn sem er yfir bensínlokinu!  .....já hlífin fór af! Ég trúði þessu varla og leit í kringum mig, því kannski væri hún nálægt bílnum. Sá ekki neitt. Ákvað þá að fara inn í stöðina til að leita. Þar var komin kona sem var að greiða fyrir þvott. Ég sagði henni raunasöguna mína og fór inn í þvottastöðina. Fann ekki neitt...jú, helv$$%" vélin hafði rifið af rúðuþurrku! Ég bjóst við því að hún væri af mínum bíl og bölvaði stöðinni, í hljóði auðvita. Konan var mjög almennileg og hjálpaði mér að leita......en allt kom fyrir ekki.  Hlífin mín er týnd....Svekktur fór ég aftur í bílnn með rúðuþurrkuna í hendinni og sá þá að hún var ekki af mínum bíl. Fór glaður með hana inn aftur og setti á bekk.
 
Þar sem ég var ekki nógu ánægður með þvottinn ákvað ég að stoppa í Hveragerði til að þrífa hann betur. Fyrst þá pumpaði ég í eitt dekk og sá að kústarnir voru tengdir. Ég lagði bílnum og sápaði hann. Hrifsaði svo kústinn af ,,snaganum,, sínum og skrúfaði frá. Tek það fram að það var 4 gráðu hiti. Ekkert vatn kom......pirraður þá gekk ég að bensínstöðinni....EN NEI, það var búið að loka!  Með bílinn allan í sápu ákvað ég að fara á hina stöðina og þar var sama sagan....ekkert vatn..En sem betur fer var mjög fínn maður sem vann á stöðinni sem leyfi mér að koma með bílinn fyrir framan stöðina, þar hafði hann slöngu og kúst....sápan fór af og ég keyrði heim....
 
Skemmtilegur dagur..... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband