Lögregludagbók

Dagbók lögreglunar 12.11.2008

 Karlamaður tilkynnti um að nágranni sinn væri að stela póstinum sínum og opna hann, sagði að klámblöðin væru einungis fyrir sig sjálfan og engan annan. Hann bætti svo því við að hann væri til í að deila með honum áskriftinni. Vakthafandi lögreglumaður sagði hughreystandi orð og lagði á.

Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum að kjörbúð hefði verið rænd í nágreni við stöðina. Ræninginn hafði komist á brott með eitthvað af fjármunum. Afgreiðslumaðurinn skelkaður. Þjófurinn hefur greinilega ekki kunnað að lesa því hann hljóp beint inn á lögreglustöðin, haldandi að hann væri að fara í bankann. Ræninginn var gómaður og hann sendur beint í fangaklefa.

Sjúklegur hávaði bars frá bílskúr í bænum og kvartaði eldri kona sáran vegna þessa ástands, sagðist ekki geta einbeitt sér að handavinnunni. Krafðist þess að bíll yrði sendur á staðinn til að stilla til friðar. Talið það víst að um djöfladýrkendasamkomu væri að ræða - fyrr yrði hún ekki í ró.

Frægur einstaklingur sást kasta af sér þvagi í miðbænum. Ekki þótti vegfarenda hann sína gott fordæmi og kærði málið til lögreglu þar sem um þingmann var að ræða.

Furutrjáafélagið óskaði eftir styrk frá lögreglunni til kaupa á nýju furutré sem setja átti niður í grennd við Perluna. Beiðni synjað samstundis og félaginu bent á að leita annað.

Fílsungi festist í mastri á símstöð bæjarins og bað útibússtjórinn að hann yrði fjarlægður tafarlaust þar sem þetta hefði áhrif á símsamband sveitarinnar. Hann kvaðst sjálfur hafa reynt að losa fuglinn en dottið og rifið buxurnar sínar - bætti því við að hann ætlaði að rukka stöðina um nýjar brækur.

Kvenfélagið Vaska valkyrjan tilkynnti að stolið hefði verið úr sjóð félagsins og krafðist rannsóknar á málinu. Forstýran var stutt í spuna, hljómaði eins og teketill. Bíll númer 2 var sendur á staðinn.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hahahha snilld:D

Snorri Þorvaldsson, 12.11.2008 kl. 18:54

2 identicon

Já hvernig væri að við myndum kíkja fyrir jólin? Er búin í skólanum 19. des. En þessi bakpoki já, man ekki hver á hann haha! Kannski Atli. Ætla líka að kíkja á þig í vinnuna, if u know what I meen

Ína (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband