Bingóbjössi


Já, það hlaut að koma að því einn daginn....Haldið ekki að ég hafi skellt mér í Vinabæ í ofurlítið bingóspilerí. Starfsmannafélagið efndi til bingókvölds. Með kvíða og spennu í bland gekk ég inn í salinn og verð ég að segja að þetta er nú nokkuð stór salur! Við mættum bara tvö úr kringlubúðinni, ég og Kristjana, hittum svo Jenna sem var með okkur á borði.  Með pennann og spjöldin að vopni hófst bingóð..  
 
B 5
Bjarni 5! 
 
 
Og þá var ekki aftur snúið, leikurinn hafinn.  Í fyrstu átti ég erfitt með að fylgjast með en svo kom þetta allt saman og ég skimaði snögg yfir spjöldin þegar þulurinn las upp tölurnar hverja á eftir annarri - jájá. Margir ætluðu sér mikið og spiluðu sumir með fleiri en 3 spjöld í hverri umferð, mér nægði alveg að hafa tvö í hveri, nema í síðustu umferðinni, þá var aðal vinningurinn utanlandsferð til Kaupmannahafnar. Jenni ætlaði heldur betur að vinna þessa ferð og var með fjögur spjöld fyrir framan sig. En ekki var Adam lengi í paradís því hann bugaðist undir álaginu og fól mér að fylgjast með einu, sem ég gerði listavel - vildi ég geta sagt...ég var full fljótfær í eitt skiptið og senda Jenna upp á senu með ,,bingó,, á spjaldinu. Því miður var það ekki, röðin var ekki komin að Nonna 38, hahahaha!PinchW00t
 
Eins og við var að búast, þegar ég er annarsvegar að spila bingó, þá vann ég ekki neitt... og ,,ekki neitt,, er ekki skemmtilegur vinningur. Mundi frekar vilja vera með harðlífi í viku....- nei ég tek það til baka. En það sem skiptir máli er að ég skemmti mér vel Wink Læt fylgja með myndir sem ég tók að eventinum Whistling 
 
 

                                                                 kristjana  vinningshafar  

 

 

 

 

 

 

spjald

 

 

jenni

 

 

 

 

 

 

 

sveittbingobingo1

 

 

 

 

 

 

 

 

 BINGÓ BONGÓ!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef einu sinni á ævinni fengið BINGO, það var hér á Eyrinni fyrir fjölda mörgum árum. Þá var Guðríður bara svona 10 ára. En þá unnum við líka fyrir lífstíð. Ég fékk þrisvar bingo en Guðríður einu sinni sama kvöldið og fórum við heim hlaðnar vinningum.

Það er samt gaman í Bingo, finnst þér ekki?

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Vignir

Bingó er frábær skemmtun ! hehe, held samt að ég leggi í það að fara á ,,venjulegt,, bingókvöld. Þar mæta bara þeir allra allra hörðustu!

Vignir, 12.10.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband