Syndsamlega góða bráðin


Þetta kvöld var bara eins og hvert annað kvöld. Hjónakornin  Þrándur og Þrúður ( you cant make this up) voru að búa sig til að fara á dansleik.Þrándur vann við löggæslu í bænum en Þrúður var heimavinnandi sökum slæmrar heilsu eftir síðasta barnsburð.

 ,,Hvar eru ermahnapparnir mínir, ég finn þá hvergi? Spurði Þrándur sveittur og pirraður. Þrúður benti honum á að telja upp á tíu og leita inni á baðherbergi, þar sem nutu þar ásta síðast gætu hnapparnir hafa farið á flakk. Eftir stutta leit inn á baðherberginu fundust blessaðir hnapparnir.Þrándur tók eftir því að á öðrum ermahnappinum voru einhver óhreinindi. Sama hvað hann reyndi þá náði þessum ósóma af en festi hann samt, þar sem óhreinindin voru ekki sjáanleg þegar hann var kominn í skyrtuermina.

 Börnin ( Hall og Emblu) sendu þau í pössun til Hertu, nágranna. Hún hafði gott lag á þeim og var þeim góð. Margir í hverfinu óttuðust hana þó vegna þess að um hana gekk það um bæinn að hún hefði myrt manninn sinn á hrottalegan hátt, höfuðið átti víst að hafa fundist hálfétið inni í frystinum heima hjá henni. Þrándur og Þrúður voru skynsamt fólk og trúðu ekki hverju sem er., höfðu oft snætt kvöldverð með Hertu og líkaði vel við hana.

 Á fóninum inn í svefnherbergi  bárust þýðir tónar úr barka Sinatra.Þrúður hafði mikið dálæti á þeim söngvara og kunni öll hans lög, og já, söng með. Þrándur var að leggja lokahönd á hárið, það mátti ekki aflagast í rokinu svo hann sett vel af  fitu í það –,,Hvernig gengur elskan, ertu tilbúin?,, Þrúður svaraði því játandi og þau fóru út í bíl. Þrúður var bílstjórinn. Þrándur fór út í bílinn með Black Russian í glasi.   Þrúður þrýst igírstönginni niður í R. Í þann mund sem þau voru að bakka út úr innkeyrslunni hjólaði strákur framhjá bílnum. Þrúði brá svo mikið að hún snarhemlaði. Sá svarti fór út um allt og á skyrtu bóndans. Hann bölvaði í smástund en fór og skipti um skyrtu.

 Dansleikurinn var haldinn í samkomuhúsi bæjarins. Það voru ekki margir mættir. Þrándur var ekki lengi að koma auga á bolluna og fékk sér í glas. Kom með sódavatn fyrir frúnna  Þegar tók að líða á kvöldið fann Þrándur fyrir seyðingi í hægri hendinni. Í fyrstu sinnti hann því ekki – ekki fyrr en hann fór að ágerast og breytast í sársauka. Þrándur stóð upp og greipum hjartað og hneig í gólfið. Sjúkrabíllinn kom fljótt og flutti Þránd ásjúkrahúsið.

 ,,Hann verður að fara strax inn áskurðstofu,, sagði yfirlæknirinn. Þú bíður hér, sagði hann við Þrúði.Skurðlæknirinn bað um hníf númer 12 og hófst handa við að skera í kviðarholið.Hnífurinn beit illa á þykkt skinnið svo hnífur 15 var notaður í staðinn. Læknirinn stöðvaði aðgerðina og leit ofan í opinn kviðinn og sá eitthvað sem hann hafði ekki séð áður. Hann bað um álit annars. Sá hafði heldur ekki séð neitt þessu líkt. Þeir sáu þrjá svarta bletti á iði í kviðarholinu – sem fóru ört stækkandi.

 Skyndilega stukku tveir þeirra upp, lentu á og grófu sig inn í andlitið á skurðlækninum. Hann engdist um af kvölum og henti sér í gólfið. Aðstoðarfólkið veinaði af skelfingu og reyndi aðkoma lækninum til bjargar. Allt kom fyrir ekki og lét hann lífið. Þrándur lá enn opinn á borðinu og þriðji bletturinn var  hvergi sjáanlegur. Ákveðið var að suma Þránd og setja hann á gjörgæslu í einangrun.

 Þrúður var látin vita hver staðan væri. Í fyrstu skildi hún ekki hvað hefði amað að bónda sínum, var nokk sama þar sem hann var enn á lífi og líðan hans stöðug. Harmaði þó dauða læknisins.Henni var synjað um að fá hitta bóndann þegar hún bað um. Þrúður vildi ekki valda óþarfa áhyggjum hjá börnunum en hringdi í Hertu og sagði henni frá því sem hafði komið fyrir.

 Heima hjá Hertu var ástandið hins vegar ekkert betra. Hún var búin að loka börnin inni í kjallara. Herta var forsprakki illra samtaka sem trúðu á ef þeir nærðust á mennsku holdi kæmust þau á réttan stað eftir að þeirra jarðneska lífi lyki. Hún var hafði sent út tilkynningu um að þetta kvöld væri hún með hlaðborð. Sérstakar mannverur sem hún hafði sparað fyrir hópinn.

 Á spítalanum var ástandið óbreytt.Þrúður var enn að bíða eftir að fá að hitta manninn sinn. Andrúmsloftið var þrungið og starfsfólkið var ekki hrifið af henni, óttaðist hana. Eftir nokkra klukkutíma fékk hún loks að hitta Þránd. Hann var vaknaður eftir aðgerðina og mundi ekkert hvað hafði komið fyrir. Þrúður sagið honum frá hvað hefði komið fyrir. Hún sagði honum einnig frá þessum verum sem voru inn í honum. Þrándur hélt fyrst að honum hefði verið að dreyma.

 Það var bankað að dyrum hjá Hertu.Fyrir utan var meðlimur í hópinum ,,hvar eru veigarnar spurði hann og sleikti útum. Herta sagði honum að vera rólegur, þau ættu jú að bíða eftir hinum – sem komu fljótlega. Hún lét alla safnast saman í stofunni ,,Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig ég fékk þessar veigar,, sagði Herta og stóð upp. Það korraði í hópnum. Málið er það að ég kom fyrir bráðdrepandi veiru sem ég er búin að vera að þróa hérna heima. Hún nærist á mannfólki og stórvarasöm. Ef hún kemst í hold þá nær hún að fjölga sér og valda skaða öllum þeim  sem hún kemst í snertingu við, ég kom verunni fyrir á ermahnappi hjá heimilis föðrunum í næsta  húsi.

 Hópurinn var orðinn mjög spenntur yfir að að fá að vita hvað væri á boðstólnum og veinaði af gleði þegar þau fengu þá vitneskju. Herta sagði að það væri bara tímaspursmál hvenær veiran kæmist í móðurina og þá væru hjónin bæði látin og enginn vissi hvar börnin væru niðurkomin. En fyrst skildu þau biðja áður en veislan hæfist.

 Þrúður fékk í hendur poka með fötum bóndans. Þrándur sagðist hafa fundið fyrir seyðingi í hægri hendinni rétt áður en hann hneig niður og fannst það skrítið vegna þess að hann hafði heyrt að þega rmaður fengi hjartaáfall fengið maður verk sem leiddi út í vinstri höndina.  Hann mundi eftir því að hann annar ermahnappurinn hafi verið með einhverju á sem hann hafði reynt að þurrka af en ekki náð. Þrúður gramsaði í pokanum og fann skyrtuna. Á henni voru báðir ermahnapparnir. Þrándur bað um að fá að skoða þann sem var á hægri hendinni. Á honum var ekkert að sjá. Það fannst honum mjög skrýtið. ,,Þú heldur þó ekki að einhver skítur á ermahnappinum hafi orsakað þetta?!?,, spurði Þrúður hissa.Hvar eru börnin? spurði Þrándur. Þrúður sagði að þau væru í öruggum höndum hjá Hertu, og að hún væri búin að hringja til að athuga með þau.

 Bænastundinni var nú lokið og fylgdi hópurinn Hertu niður í kjallarann. Þar voru börnin lafhrædd og vissu ekki hvað væri að gerast. Einn úr hópinum sagist heldur vilja gæða sér á ungustúlkunni. Börnin voru svo hrædd að þau komu ekki upp hljóði.  Hallur var gripinn fyrst og settur uppá borð og bundinn niður. Embla hélt fyrir augun og þorði ekki að lýta.Skyndilega heyrði hún hátt öskur og fann blóð spýtast á sig. Þar næst heyrði hún þegar einn úr hópnum var að bryðja bein. ,,þetta er afbragðs lærleggur,,heyrðist úr hópnum – ,,já, og kjötið svo meyrt,,

 Þrándur var ekki í rónni fyrir en hann fengi að heyra í börnunum sínum og bað Þrúði um að hringja aftur heim til Hertu. ,,Það svarar enginn,, sagði Þrúður og lagði á.  Viltu þá ekki fara snöggvast til hennar og sækja þau, óþarfiað hún sé með þau lengur. Þrúður fór heim til Hertu. Þegar var alveg að koma að húsinu sá hún fjöldann allan af bílum fyrir utan. Allt var slökkt í húsinu nema í kjallaranum, þar var lítil ljóstýra. Henni leist ekki á blikuna og hringdi í löregluna. Henni var ráðlagt að bíða í bílnum. Lögreglan kom fljótt á staðinn.

 Hún barði að dyrum en enginn svaraði. ,,Þetta er lögreglan, opnið þessa hurð strax, annars neyðumst við til að brjóta hana upp!,, Ekkert gerðist og lögreglan braut upp hurðina.  Sérsveitin var á svæðinu og fór fyrst inn til að kanna aðstæður. Skyndilega heyrðist í einum sérsveitamannanna að hérværi eitthvað mikið á seyði og bað um að auka lið væri sent á stað.

 Átta menn fóru niður í kjallarann og sáu hvað var um að vera og trúðu ekki sínum eigin augum. Múgæsing myndaðist í kjallaranum og neyddist lögreglan að skjóta alla þá sem reyndu að flýja. Margir lágu í valnum og loks kom varaliðið og náði tökum á ástandinu. Lögregla hirti upp jarðensku leifarnar af Halli og kom Emblu upp og út úr húsinu þar sem hún fór í faðm móður sinnar.

 Herta var ein af þeim sem var handtekin og bíður nú eftir dómi. Þrándur náði sér að fullu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara hörku drama.. meira af þessu

já og kannski aðra lögregludagbók 

Jenni (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:48

2 identicon

ææ nei andskotinn, ég held að tölvið mitt sé veikt.. já eða ég... það sem að ég ætlaði að kvitta við þessa löngu löngu sögu fór á færsluna fyri neðan. takk fyrir mig og bless að sinni.

Ösp (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:23

3 identicon

OJJJJJ!!

Eyrún (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband