Kengúra og kók

 

Alltaf er maður að bragða eitthvað nýtt nú til dags....Fór í gær á Vegamót með vinnufélögum. Matseðilinn góður og frumlegur, rak augun í kengúruna (grilluð) sem er borin fram með udon-núðlusalati. Efins pantaði ég mér það.  Við þurftum ekki að bíða lengi eftir matnum.  Skammturinn var passlega mikill og framsetningin flott.

Svo var að bragða á þessu -  Ég bjóst við einhverju skrýtnu en þetta er eitt það besta kjöt sem ég hef fengið! Kjötið var hæfilega grillað og mjög meyrtJoyful. Ég hugsaði mikið um hvaða kjöti þetta var líkast en ég fann ekki neitt....einstakt bragð. Gott bragð!W00t  Þessu var svo skolað niður með kóki.

Þannig að...núna hefur maður bragðað bæði kengúru og kók, og kjamma og kók PinchWink

kenguru                               c_documents_and_settings_robert_my_documents_my_pictures_svid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hélt að kengúrur væru ekki étnar?  Ég smakkaði strút um daginn, óætur, mjög líklega vegna ómögulegrar eldamennsku

Ég held ég vilji ekki borða kengúrur...nei takk...ekki eins og er...

Mange hilsener. Red Wine

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Vignir

Hún er mjög bragðgóð,  þess virðri að prufa

Vignir, 28.8.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Var þetta Skippý?

Brynja Hjaltadóttir, 31.8.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Strútar? Kengúrur? Heimur versnandi fer

Guðfinnur Þorvaldsson, 1.9.2008 kl. 03:05

5 Smámynd: Ragnhildur Pálsdóttir

það er nú gott að þetta bragðast vel  en þetta lítur ekki vel út.

Ragnhildur Pálsdóttir, 1.9.2008 kl. 12:13

6 identicon

oj vignir...

 akkuru fékkstu þér ekki bjór?

hugrún (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband