Lögregludagbók

Lögreglaní Dalatanga

09.06.2008

 

Helgin var erilsöm í lögregluembættinu. Hin árlega hátíð smaladrengja var haldin í félagsheimilinu ,,Síðasti bærinn í dalnum,,. Áfengi var haft um hönd. Enginn annar en Snjólfur vitavörður sá um að trylla lýðinn með sinni alkunnu snilld. Veitingarnar voru í höndum Hallberu, húsfreyju á Botthólsstað. Hlaðborðið svignaði undan kræsingunum en eitthvað fór maturinn illa í gesti því laust eftir miðnætti brutust út slagsmál á dansgólfinu.  Trausti Þrekni rakst illa í Benna Trukk með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Benni Trukkur tjúllaðist og fór í gegnum þvöguna með hnefann á lofti og barði hvern þann semvar í veginum.  Báðir bílar sveitarinnar voru sendir á staðinn og tókst á endanum að stilla til friðar. Tveir gista nú fangageymslu lögreglunnar.

Klukkan 10:30 barst lögreglu símtal frá Snjólfi vitaverði. Hann var í stökustu vandræðum með tvær kríur sem létu hann ekki í friði og vanhelguðu vitann eins og hann orðaði það. Hann fór fram á það að annað hvort fengi hann leyfi til að farga þessum villifuglum eða að hreinsitæknir dalsins kæmi til að þrífa ósómann. Lögreglan bað hann vel að lifa, gaf það í skyn að þetta mál tilheyrði ekki þeim.

 

Rólegt var fram að hádegi eða til 13:25 þegar lögreglu barst símtal frá Gértu Brink,elsta íbúa umdæmisins. Hún gat ómögulega botnað í því hvernig hægri skórinn sinn hefði endað á vinstri fætinum og vildi fá spæjara til að komast að því hvernig svona gat farið. Vakthafandi lögreglumaður sagðist sjálfur ætla að koma á staðinn og komast að hinu sanna. Í ljós kom að skórinn var á réttum fæti.

 

Á leiðinni heim kom lögreglumaður auga á tvo menn svo voru eitthvað að vandræðast stutt frá veginum. Þetta reyndust vera farandsölumenn. Þeir höfðu misst kassa sem innihélt mikið magn af litlum marmarakúlum – sem höfðu dreifst í grasið. Tjáðu þeir lögreglumanni að mikil vermæti væru í þessu og mikilvægt að allar kúlurnar skiluðu sér aftur í kassann. Þar sem mikið var búið að vera að gera þennan daginn gast ekki tími til að aðstoða mennina.

 

Ljóðskáld umdæmisins staulaðist inn á stöðina um kaffileytið. Hafði hann undir höndum skinnrullu sem hann hafði skrifað á ljóð, sem hann tileinkaði varðstjóranum.Þar var á þessa leið:

 

Blessaður vert´ekki með þettakjaftæði!

Þú lætur mína frú í friði

Færð ekki að lasta meir

Því þá er mér að mæta!

Hafðu nú vit á því að hætta meðanþú getur!

 

Ljóðið fór illa í varðstjórann sem fann megna áfengisstækju frá vitum skáldsins – sem var sent rakleiðis aftur á sinn bæ.

 

 

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður frændi

ingo (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband