Ehm...


Fékk hérna í láni frá vini mínum eina simpson seríu og gamla og góða mynd sem heitir Desperado með honum Antóníó Banderas. Nú þegar hef ég horft á 2 diska af simpsons og hef skemmt mér konunglega. Nú......á sunnudaginn síðasta ákvað ég, í semí þynnku, að skella í DVD spilarann Desperado. Búinn að kaupa snakk og kók, kominn undir sæng og ýtti á play. Ég kannaðist ekki við byrjunina en ákvað að horfa áfram. Myndin byrjaði ekki vel en ég ákvað að gefa henni sjénz. Þess má geta að ég var mjög syfjaður og þegar rúmur klukkutími var búinn af myndinn var ég farinn að dotta yfir henni. Ég sofnaði.....ég fattaði svo í dag að ég var að horfa á kol vitlausa mynd! Þannig ef mál með vexti, á þessum DVD diski eru tvær hliðar, sum sé, tvær myndir! Myndin sem ég sá hét sko ekki Desperado.........neinei........hún hét El Mariachi! og fjallar um einhvern tónlistarmann sem lendir í miklum misskilningi sem ég nenni ekki að tíunda hér og nú. Fannst það líka svolítið skrýtið afhverju ég hefði ekki séð Antóníó í þann klukkutíma sem búinn var af myndinni.........

en hey! Ætla að skella þeirri einu sönnu í spilarann og rifja upp þessa snilldar mynd!

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband