Dagbók útigangsmanns

Elskulega dagbók...

Að vakna í morgun var eins og að fá blauta tusku í andlitið....Rögnvaldur í næsta pappakassa vaknaði með svo miklum látum að vatnið sem hafði safnast saman um nóttina skvettist allir yfir á mig, þar sem ég lá í mesta sakleysi. Eftir að hafa hreytt í hann nokkrum vel völdum fúkyrðum fór ég að huga að verkefni dagsins - að redda spíra fyrir helgina.

Ég hafði frétt af landasala sem hélt sig til í húsasundi ekki langt frá hegningarhúsinu (ég veit, skrítin staður til að stunda slíka iðju...) Hann er víst að lenda lítrinn á 1000 kr. og skrítla verður einn að fylgja, því hann hefur svo gaman af því. Það gengur yfirleitt vel hjá mér að aula út úr mér einhverjum ósóma, fæ altjént minn spíra, og ekki kvarta ég yfir því.

Það koma tíma sem ég hugsa um að bæta mig, hætta þessu bulli, fá mér vinnu - ég er tilbúinn í allt! Allt segi ég....en það eru fáir sem vilja ráða drykkjumann sem hefur verið blautur frá unglingsárum. Tennurnar brunnar og fingur gulir af miklum reykingum. Væri helst til í að komast eitthvert út á land, á góða vertíð. Ég held það bara...svei mér þá. Fá að svitna við vinnu, ekki hlaup undan lagana vörðum. Skil ekki afhvejru maður má ekki skvetta úr skinnsokkinum utandyra þegar kallið kemur. Fólk í dag eru hinar mestu teprur upp til hópa.

Nóttin sem á víst að vera svakalega menningarleg var nú um helgina...fuss og svei....gef nú ekki mikið fyrir það. Fólk um allan bæ eins og sardínur í dós, drekkandi frá sér allt vit - og hafa ekki einu sinni rænu á að bjóða mér sopa! Fólk gaukar að manni einstöku athugasemd um hvort það sé ekki kominn tími til að bæta ráð sitt og taka aðeins til.....Langar mest til að segja því fólki að fara til Satans.

Ég er loksins laus við lúsina úr helvítis hausnum. Það er nú meiri vargurinn, þessi fjandans lús. Þetta er árelgur viðburður hjá okkur öllum, skrattakollurinn hann Svenn kemur með þetta með sér frá útlandinu. Botna ekkert í því hvernig hann hefur efni á að fara erlendis á hverju ári..held hann eigi velstæðan son..

Þegar ég rita þessi orð sit ég á bekk í Kringlunni. Þeir leyfa mér enn að hafast við hérna þegar veðrið er ekki upp´á marga fiska. Ég er heppinn....öryggisvörðunum er ekki vel við okkur útigangs fólkið. Sjá þessa ofdekruðu krakka út um allt. Ég á engin börn. Sakna þess ekki.Allt of mikil fyrirhöfn.

Jæja, nú á að fara að loka Kringlunni og ég verð víst að fara. Hendi bréfinu í póst og sendi til Hróðmars frænda. Hann er svo góður að halda úti fyrir mig að pikka þessa vitleysu mína í tölvuna sína sem hann síðan varpar á bloggsíðuna mína.

Bless í bili. 

 


Verkefni

Verkefni dagsins

 

·         Semja besta lag í heimi

·         Undirbúa framboð til forseta Íslands

·         Finna lækningu við alnæmi

·         Hanna nýjan GSM síma

·         Semja við Universal um útgáfu á nýju plötunni minni

·         Ráða konu til að þrífa heima hjá mér

·         Búa til nýtt tungumál

 

Svo held að ég fái mér bara pylsu og kók eftir þetta......


Lögregludagbók


Lögreglan í Vestmannaeyjum
16.04.2009
 
 
Vaktin byrjaði rólega. Vaktaskiptin voru klukkutíma seinn en venjulega, því undirritaður svaf yfir sig. Biðst velvirðingar á því. Ekkert kaffi var á könnunni þar sem það gleymdist að kaupa kaffið. Bjartur var heldur ekki búinn að fylla á sápuna inni á klósetti.
 
Klukkan 09.15 hringdi sími stöðvarinnar. Brotist var inn í skúr Hákons grásleppusala og þaðan stolið talsvert miklu magni af fiski. Hákon var mjög æstur þegar vakthafandi lögreglumaður kom á svæðið, talaði um að hann vissi upp á hár hver hefði komist í aflann sinn. Hákon vildi ólmur að húsleit yrði gerð hjá Magna breiða. Bíll nr. 2 renndi heim til Magna og fékk að leita á heimili hans. Ekkert fannst. Málið er í rannsókn.
 
Rólegt var alveg til klukkan 13:34, þegar neyðarkall barst frá Herjólfi. Um borð var sauðdrukkinn farþegi sem lét öllum illum látum, sagði að það væri mafíuósi um borð í bátinum sem ætlaði að drepa hann. Maðurinn tók engu tiltali og var færður í fangageymslu lögreglunnar þar sem hann sefur úr sér áfengisvímuna.
 
Hinir árlegu tónleikar lögreglukórs Vestmannaeyja var haldinn kl 16:00. Kór er kannski ekki rétta heitið yfir hópinn, skulum kalla það tríó, þar sem einungis 3 menn sjá um að halda uppi lög og reglu. Tónleikarnir tókust með eindæmum vel. Enginn aðgangseyrir var á viðburðinn.
 
Rétt fyrir kvöldmat fór bíll nr.1 í dósatýnsluferð. Fátt var um fína drætti þennan daginn, einungis 40 dósum var safnað. Eitthvað dregst utanlandsferðin góða. íbúar bæjarins hafa verið duglegir að koma með dósir á stöðina. Stefnan er tekin á tveggja vikna sólarlandaferð til Tyrklands.
 
Upp úr 21:00 barst lögreglu símtal frá  Ingveldi sem sagðist hafa séð engan annan en sjálfan Keikó á sundi í höfninni. Svo viss var hún á þessu að hún sór við gröf eiginmans síns. Lögreglumaður var sendur á staðinn - eins og við var að búast sást ekkert til Keikós. Ingveldur fékk tiltal um að vera ekki að sóa tíma lögreglunnar. Hún baðst innilegrar afsökunar.
 
Um miðnætti var bankað á dyr stöðvarinnar. Ingveldur stóð fyrir utan með fullan disk af pönnukökum. Hún var með svo mikið samviskubit yfir þessu símtali fyrr um kvöldið. Vakthafandi lögreglumaður þakkaði fyrir pönnsunar og bauð henni inni í kaffi.
 
Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn. 
 
 

Velvakandi

Sussubía!
 
Ég get var orða bundist. Ég er öryrki. Er ég var á leið minni aftur inn í sjónvarpsherbergi með fulla skál af poppi og svert gosglas, settis niður í uppáhalds stólinn minn og reif í fjarstýringuna og stillti á RÚV, þegar ég uppgötvaði að það væri 2 mín. seinkun á fréttatímanum! Þetta þykir mér vera argasti dónaskapur hjá þessari nú annars ágætu stund, að láta mig bíða og bíða svona! Mér er skapi næst að selja sjónvarpið mitt svo ég losni undan þessu okur batteríii!
 
bjrálaður öryrki með bumbu.
 
  
Símaskráin
 
Þykir mér vera allt af þykk og þung, ég veld henni varla! Hvað eru menn að spá í að hafa alla landsbyggðina milli tveggja spjalda! ég á bara ekki til aukatekið orð!
 
Ein gömul og aum 
 
 
Bónus
 
fór í Bónus í dag og varð fyrir miklu sjokki. Sú sem afgreiddi mig bauð ekki góðan dag! Það þykir mér ein sú mesta ókurteysi sem fyrirfinnst! Ég hætti við öll innkaupin og strunsaði út. Við Bónus ætla ég aldrei aftur að versla
 
hneyksluð húsmóðir í Breiðholtinu 
 
 
Útvarpsstöðvarnar
 
Hvað varð um allt góða og gamla sándið? Ég er í sálarkreppu yfir því hve fá lög eru spiluð með verstfyrska stuðbandinu  ,,Skreiðin,, Ég skora hér með á Rás 1 til að gera eitthvað í málinu!
 
Vestarr Mannfreðsson 
 
 
Leita að...
 
Einhverri ungri snót sem er til í að syngja með mér nokkur vel valda ameríska smelli frá sjötta áratugnum. Viðkomandi þarf að vera músíkölsk með eindæmum og snoppufríð, ekki skemmir fyrir ef leynist í fataskápnum föt frá þessu tímabili. Svar sendist á netfangið:  smjorgaurinn@usalonglive.com
 
Tóti Töffari 
 
 
 
 

Myndataka nr. 2

 

Jæja, þá er ég búinn að fá aðra mynd úr tökunni, set hana inn Wink

 

Vignirsimamynd

smella á myndina ef þú vilt sjá hana stærri


Myndataka :)

Einar aðstoðarverslunarstjóri tók myndir af okkur kringlufólkinu á laugardag. Ég er ekki farinn að sjá mínar myndir en hann gaf okkur smá forskot á sæluna með þessari mynd.

 

siminn

Hvar ertu hlíf?


Hnuss.....ég segi nú ekki farir mínar sléttar frá gærdeginum..onei...Þar sem bíllinn minn var skítugri en samviska Haarde ákvað ég að tríta hann með því að þvo hann. Eftir vinnu þá fór ég með hann í kópavoginn þar sem Löður er með sjálfvirka þvottastöð. Stöðin er ekki með kústum heldur eru bara háþrýstidælur sem sá um þrifin. Glaður straujaði ég kortið fyrir 2100 kr, settist svo inn í bílinn og ók inn í stöðina. (já, maður á að vera í bílnum þegar hann er þveginn)
 
Þegar ég keyrði inn í stöðina og stöðvaði bílinn þegar þar til gera ljósið logaði fann ég strax sterka lykt sem kom inn í bílinn. Smá tími leið og loks hófst þvotturinn. Allt fór vel af stað og ég sáttur - hlustandi á útvarpið í góðum gír. Þvotturinn kláraðist og þurrkarinn sá um að þurrka bílinn eftir baðið. Semísáttur með þviottinn keyrði ég út. Fyrir einhverja rælni ákvað ég að stoppa í bílastæði og labba einn hring - og þá sá ég það...........
 
Haldiði ekki að helv"#$"#% vélin hafði hreinlega smúlað burt hlífinn sem er yfir bensínlokinu!  .....já hlífin fór af! Ég trúði þessu varla og leit í kringum mig, því kannski væri hún nálægt bílnum. Sá ekki neitt. Ákvað þá að fara inn í stöðina til að leita. Þar var komin kona sem var að greiða fyrir þvott. Ég sagði henni raunasöguna mína og fór inn í þvottastöðina. Fann ekki neitt...jú, helv$$%" vélin hafði rifið af rúðuþurrku! Ég bjóst við því að hún væri af mínum bíl og bölvaði stöðinni, í hljóði auðvita. Konan var mjög almennileg og hjálpaði mér að leita......en allt kom fyrir ekki.  Hlífin mín er týnd....Svekktur fór ég aftur í bílnn með rúðuþurrkuna í hendinni og sá þá að hún var ekki af mínum bíl. Fór glaður með hana inn aftur og setti á bekk.
 
Þar sem ég var ekki nógu ánægður með þvottinn ákvað ég að stoppa í Hveragerði til að þrífa hann betur. Fyrst þá pumpaði ég í eitt dekk og sá að kústarnir voru tengdir. Ég lagði bílnum og sápaði hann. Hrifsaði svo kústinn af ,,snaganum,, sínum og skrúfaði frá. Tek það fram að það var 4 gráðu hiti. Ekkert vatn kom......pirraður þá gekk ég að bensínstöðinni....EN NEI, það var búið að loka!  Með bílinn allan í sápu ákvað ég að fara á hina stöðina og þar var sama sagan....ekkert vatn..En sem betur fer var mjög fínn maður sem vann á stöðinni sem leyfi mér að koma með bílinn fyrir framan stöðina, þar hafði hann slöngu og kúst....sápan fór af og ég keyrði heim....
 
Skemmtilegur dagur..... 

Lögregludagbók

Lögreglan íBúðardal

09.01.2009

 

Morgunvaktinbyrjaði rólega, mjög rólega. Þrír á vakt. Skeggrætt var um hina og þessa hluti,menn með ýmsar skoðanir á hlutunum.  Pétur fisksali kíkti í kaffi og sagðiekki farir sína sléttar. Þrír unglingar höfðu tekið sig til og mígið utan íbúðina og einnig á afgreiðsluborðið. Pétur taldi um aðkomudrengi væri að ræðaþví hann hafði aldrei séð þá áður. Lögreglumaður fór með Pétri í búðina oghjálpaði honum að þrífa upp ósómann.

 Um hádegibarst neyðarkall frá nokkrum erlendum ferðamönnum, sem voru í fuglaskoðun. Þeirleigðu sér árabát af Ólafi ugga á slikk. í einni öldunni glötuðu þeir báðumárum og ráku rakleiðis út á haf. Björgunarbáturinn Áskell 2. var sendur eftirþeim. Varð þeim ekki meint af hrakningum sínum og þeim skilað í land.

Þar sem Ölvervarðstjóri átti fertugsafmæli var haldið kaffisamsæti á stöðinni. Öll helstuandlit þorpsins mættu og má þá nefna; Þorlák sundmaga, Þorgerði hábrók, Einarhund, Settu sett, Pétur fisksali, Mókoll og Úlfhildi. Pönnukökurnar voru lofsamaðarog einnig heimalagaða súkkulaðið hennar Ólínu grenz.

Tíðindalaust varþað sem eftir lifði dags. Klukkan 18:30 barst lögreglu símtal frá Þorlákisundmaga. Hann hafði fest vinstri höndina í mjólkurtanki og gat með engu mótilosað sig. Bíll númer 1 var sendur á staðinn. Vaselin var haft meðferðis - þaðdugði skammt. Beita þurfti klippum til að losa höndina. Tjón þetta er metið á 2milljónir. Heilsa Þorláks góð og höndin ósködduð.

Hálftíma síðarsprakk vinstra framhjólið á bíl númer 1. Bíllin var í eftirlitsferð um bæinn ogekki á miklum hraða. Mildi var að enginn slasaðist. Bíll númer 2 var sendur afstaðinn með varadekk og tók við rúntinum.

Fleira taldist ekkitil tíðinda þann daginn.


Ég bugaðist ekki...

 

.....á þessu ferlíki!

kfc

smella á myndina til að stækka


Helvítis okur......!


Um daginn, áður en ég fór heim frá Guffa og Röggu, ákvað ég að stoppa í Olís. Ekkert merkilegt með það....Mig langaði svo í einn snakkpoka. Ég lagði bílnum og stökk inn. Var ekki lengi að ramba á snakkrekkann og greip pokann, sem mig var búinn að langa í allan daginn. Þreytulegur unglingsdrengur tók við snakkpokanum og skannaði hann inn...bíp.....Svo sagði hann upphæðina....Í fyrstu hélt ég að hann hefði lesið vitlaust þannig að ég sagði ,,ha?,, hann endurtók upphæðina ,,859 kr.,,
 
Hefði ég verið með eitthvað munnvatn í kjaftinum hefði mér líklegast svelgst illilega á því....ég kippti kortinu mínu að mér og tróð því í veskið og sagðist ætla að sleppa þessu, heyrði svo að afgreiðslumaðurinn furðaði sig líka á þessu verði við kollega sinn þegar ég var á leiðinni út úr stöðinni......Snakklaus fór ég í bílinn, bölvandi þessu himinháa verði og mundi svo fyrir einhverja rælni að Hagkaup í skeifunni er opið tventíforseven. Ég þangað og fékk sama snakkpokann á 454 kr. splæsti í leiðinni á mig hálfum líter af spræti. 
 
Hversu mikið er hægt að okra á almenningi?!? 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband